2013-04-24 18:17:52 CEST

2013-04-24 18:18:53 CEST


REGULATED INFORMATION

Islandic
Nýherji hf. - Ársreikningur

Uppgjör Nýherja á fyrsta ársfjórðungi 2013


Tap af rekstri á fyrsta ársfjórðungi

Helstu upplýsingar:

  -- EBITDA nam 22 mkr og heildartap 123 mkr á fyrsta ársfjórðungi.
  -- Umtalsvert tap af rekstri erlendra dótturfélaga.
  -- Handbært fé í lok tímabilsins nam 298 mkr. 
  -- Stöðugur vöxtur og góð afkoma af sölu á eigin hugbúnaðarvörum.
  -- Efnahagsóvissa heldur enn aftur af fjárfestingum fyrirtækja á Íslandi sem
     hefur neikvæð áhrif á vörusölu.
  -- Vaxandi þjónustutekjur hjá Nýherja innanlands.



Þórður Sverrisson, forstjóri:

„Afkoma af rekstri Nýherjasamstæðunnar er undir áætlun og umtalsvert tap var af
rekstri erlendra dótturfélaga. Á innlendum markaði er samdráttur í vörusölu og
virðist geta fyrirtækja til fjárfestinga í tæknibúnaði enn takmörkuð.
Þjónustutekjur innlendra félaga jukust og gengið var frá mikilvægum
þjónustusamningum í fjórðungnum. 

Sala á Tempo, eigin hugbúnaðarlausn TM Software tvöfaldaðist frá fyrra ári og
áfram eru horfur um góðan vöxt“. 



Rekstrarniðurstaða á fyrsta ársfjórðungi 2013: Sjá fréttatilkynningu í viðhengi





Nánari upplýsingar:
Þórður Sverrisson, forstjóri Nýherja, í síma +354 893 3630.