2016-03-22 16:45:22 CET

2016-03-22 16:45:22 CET


BIRTINGARSKYLDAR UPPLÝSNINGAR

Íslenska
Tryggingamiðstöðin hf. - Breytingar á eigin hlutum félags

Reglubundin tilkynning um kaup TM á eigin bréfum í samræmi við endurkaupaáætlun.


Framkvæmd endurkaupaáætlunar frá 1. febrúar 2016 lokið.

Í 11. viku 2016 keypti Tryggingamiðstöðin hf. (TM) 611.114 eigin hluti fyrir
14,2 m.kr. eins og hér segir: 

Dagsetnin  Tími     Keyptir    Viðskiptave   Kaupverð   Hlutir í eigu TM eftir  
g                    hlutir         rð                         viðskipti        
--------------------------------------------------------------------------------
16.3.2016  12:20     29.765       23,30      693.525          36.855.341        
--------------------------------------------------------------------------------
16.3.2016  13:54     68.000       23,30     1.584.400         36.923.341        
--------------------------------------------------------------------------------
16.3.2016  13:57    513.349       23,30     11.961.03         37.436.690        
                                                2                               
--------------------------------------------------------------------------------
Samtals             611.114                 14.238.95                           
                                                6                               
--------------------------------------------------------------------------------



Er hér um að ræða kaup félagsins á eigin hlutum í samræmi við endurkaupaáætlun
félagsins sem var hrint í framkvæmd 1. febrúar 2016, sbr. og tilkynningu til
Kauphallar þann dag. 

TM hefur nú keypt samtals 10.735.853 hluti í félaginu sem samsvarar 71,6% af
þeim eigin hlutum sem að hámarki verða keyptir samkvæmt áætluninni. Kaupverð
hinna keyptu hluta nemur samtals 243,2 milljónum króna. TM á nú samtals 5,1% af
heildarhlutafé félagsins. 

Endurkaupáætlunin er framkvæmd í samræmi við lög um hlutafélög nr. 2/1995 og
II. kafla viðauka reglugerðar nr. 630/2005 um innherjaupplýsingar og
markaðssvik. 

Framkvæmd endurkaupaáætlunar sem var hrint í framkvæmd 1. febrúar 2016 er hér
með lokið enda voru tímamörk hennar miðuð við dagsetningu aðalfundar félagsins,
17. mars 2016. 



Nánari upplýsingar veitir

Sigurður Viðarsson, forstjóri

s: 515-2609

sigurdur@tm.is