2015-02-23 15:00:41 CET

2015-02-23 15:01:42 CET


REGULATED INFORMATION

Islandic English
Marel hf. - Fyrirtækjafréttir

Marel selur starfsemi sína í háhraða skurðartækni í Bretlandi


Marel hefur gengið frá samkomulagi um sölu á starfsemi sinni í háhraða
skurðartækni (High Speed Slicing) sem staðsett er í Norwich, Bretlandi. Aðrir
vöruflokkar sem heyra undir starfsemi félagsins í Norwich, þ.e. mótunarvélar
(frozen portioning) og þjarkar (robotics) eru ekki hluti af sölunni, þar sem
þeir falla undir kjarnastarfsemi Marel og styðja við vöruframboð og stefnu
félagsins. 

Salan er mikilvægt skref í áætluninni um einfaldara og skilvirkara Marel og
styður þá stefnu félagsins að endurskoða vöruframboð með það að markmiði að
auka slagkraftinn á þeim sviðum þar sem félagið hefur skýrt samkeppnisforskot
og sterka markaðsstöðu. Starfsemin í háhraðaskurðartækni veltir árlega um 10
milljónum evra. 

Kaupandinn er Middleby Corporation og er áætlað að gengið verði frá sölunni að
fullu fyrir lok fyrsta ársfjórðungs 2015. Middleby er leiðtogi á sviði
tæknibúnaðar fyrir matvælaþjónustuiðnaðinn og þróar og framleiðir búnað og tæki
sem notuð eru í matvælaþjónustu, mætvælavinnslu og heimaeldhúsum.