2011-05-04 19:00:00 CEST

2011-05-04 19:00:03 CEST


REGULATED INFORMATION

Islandic
Fljótsdalshérað - Ársreikningur

Ársreikningur Fljótsdalshéraðs fyrir árið 2010


Ársreikningur Fljótsdalshéraðs fyrir árið 2010 verður tekinn til fyrri umræðu í
bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs miðvikudaginn 4. maí 2011. Samkvæmt
sveitarstjórnarlögum skal fjalla um ársreikninginn á tveimur fundum í
sveitarstjórn og verður seinni umræðan í bæjarstjórn miðvikudaginn 18. maí
næstkomandi. 



Rekstarafgangur 11,7 millj. kr. á árinu 2010.

Samstæða A og B hluta:

Rekstarafgangur í samstæðureikningi Fljótsdalshéraðs fyrir A og B hluta á árinu
2010 nam tæpum 12 millj. kr. sem er um 56 millj. kr. lakari niðurstaða en gert
var ráð fyrir í samþykktri áætlun fyrir árið 2010.  Framlegð (EBITDA) úr
rekstrinum skilaði 469 millj. kr. eða 19,42% framlegðarhlutfalli. Til
samanburðar nam framlegð um 245 millj. kr. á árinu 2009 eða 10%
framlegðarhlutfall. 

Samkvæmt rekstarreikningi ársins 2010 námu rekstartekjur A og B hluta 2.416
millj. kr. samanborið við 2.436 millj. kr. á árinu 2009. Lækkun frá fyrra ári
nemur 0,8%. 

Rekstargjöld A og B hluta, þ.e. laun og launatengd gjöld, annar
rekstarkostnaður, afskriftir og tekjuskattur námu á árinu 2.177 millj. kr. en
voru 2.360 millj. kr. á árinu 2009. Lækkun frá fyrra ári nemur 7,8%. 

Veruleg breyting er á fjármunatekjum og fjármagnsgjöldum milli ára.
Fjármagnsgjöld umfram fjármunatekjur A og B hluta árið 2010 námu 228 millj. kr.
samanborið við 483 millj. kr. árið 2009. 

Afkoma sveitarfélagsins batnar því um 420 millj. kr. á milli ára.

Við samanburð á rekstri á milli áranna 2009 og 2010 þarf að hafa í huga að
hluti breytinga skýrist af breytingum á reikningsskilaaðferðum sem gerðar voru
í árslok 2009 varðandi meðferð leigusamninga af fasteignum og mannvirkjum.
Þessar breytingar tóku gildi í árslok 2009 og því eru leigugreiðslur vegna
leigusamninga um fasteignir á mannvirki færð sem rekstargjöld í rekstarreikning
á árinu 2009 en þessi kostnaður er færður í rekstarreikning sem afskriftir
leigueigna og vaxtagjöld á árinu 2010. 

A hluti:

Rekstartekjur A hluta námu 2.109 millj. kr. samanborið við 2.134 millj. kr. á
árinu 2009. Lækkun milli ára nemur alls 1,2%. 

Rekstargjöld A hluta námu alls 1.966 millj. kr. á árinu 2010 en voru 2.151
millj. kr. á árinu 2009. 

Lækkun frá fyrra ári nemur 8,6%.





Sjá lykiltölur í meðfylgjandi viðhengi.


         Nánari upplýsingar veitir:  Björn Ingimarsson, bæjarstjóri
Fljótsdalshéraðs