2012-02-15 20:39:05 CET

2012-02-15 20:39:45 CET


REGULATED INFORMATION

Islandic
Íslandsbanki hf. - Fyrirtækjafréttir

Islandsbanki hf. : Engin gengistryggð lán í tryggingarsafni sértryggðra skuldabréfa


Þar sem Íslandsbanki er með sértryggð skuldabréf skráð í íslensku kauphöllinni,
NASDAQ OMX Iceland hf., vill bankinn í framhaldi af dómi Hæstaréttar Íslands
þann 15. febrúar 2012 um erlend gengislán koma eftirfarandi á framfæri:

Dómurinn mun ekki hafa áhrif á tryggingarsafn sértryggðra skuldabréfa
Íslandsbanka þar sem safnið samanstendur af verðtryggðum húsnæðislánum í
íslenskri mynt. Það skal áréttað að tryggingasafnið þarf að standast vikuleg
álagspróf, en Fjármálaeftirlitið hefur sérstakt eftirlit með útgáfunni auk þess
sem sjálfstæður skoðunarmaður sinnir eftirliti.

Íslandsbanki mun í framhaldi fara vandlega yfir dómsniðurstöðu Hæstaréttar og
meta möguleg áhrif hans á bankann.


[HUG#1586287]