2013-10-23 18:23:03 CEST

2013-10-23 18:24:04 CEST


REGULATED INFORMATION

Islandic English
Marel hf. - Ársreikningur

Marel hf. - Afkoma þriðja ársfjórðungs 2013


Bætt framlegð  -  Markaðir sýna merki um viðsnúning

(Allar fjárhæðir í EUR)

  -- Tekjur á 3. ársfjórðungi 2013 námu 
156,9 milljónum evra, sem samsvarar 4,5% lækkun samanborið við sama tímabil
     árið 2012 [164,3 milljónir evra].
  -- EBITDA var 19,5 milljónir evra, sem er 12,4% af tekjum [Q3 2012: 20,5
     milljónir evra].
  -- Rekstrarhagnaður (EBIT) var 12,9 milljónir evra, sem er 8,2% af tekjum [Q3
     2012: 14,1 milljón evra].
  -- Hagnaður eftir skatta nam 6,0 milljónum evra [Q3 2012: 8,4 milljónir evra].
     Hagnaður á hlut (e.EPS) var 0,81 evru sent
[Q3 2012: 1,15 evru sent]
. 
  -- Handbært fé frá rekstri  fyrir fjármagnsliði og skatta nam 3,0 milljónum
     evra á þriðja ársfjórðungi og 45,6 milljónir evra á fyrstu níu mánuðum
     ársins [Fyrstu níu mánuðir 2012: 37,0m]. Nettó vaxtaberandi skuldir námu
     239,0 milljónum evra í lok fjórðungsins samanborið við 261,1 milljón evra í
     lok 3. ársfjórðungs 2012.
  -- Pantanabók stóð í 138,3 milljónum evra í lok fjórðungsins [Q3 2012: 
151,4
 milljónir evra] sem samsvarar um 4,9% hækkun miðað við lok 2. 
     ársfjórðungs
[131.8
 milljón evra].

Afkoma Marel á fyrstu níu mánuðum ársins 2013 endurspeglar krefjandi
markaðsaðstæður og hægari bata en áður var gert ráð fyrir. Tekjur fyrstu níu
mánaða ársins lækka um 7,9% miðað við sama tímabil fyrra árs og námu 493,4
milljónum evra. Rekstrarhagnaður (EBIT) fyrir sama tímabil nemur 7,2% af tekjum
og er undir langtímarekstrarmarkmiði félagsins um árlega 10-12% EBIT framlegð.
Búast má við að EBIT framlegð næsta ársfjórðungs verði í samræmi við niðurstöðu
þriðja ársfjórðungs. 

Markaðsaðstæður eru enn krefjandi en batamerki eru í sjónmáli. Á meðan  jákvæð
teikn eru í Norður-Ameríku er ástandið í Evrópu enn viðkvæmt. Mismunandi
aðstæður ríkja á nýmörkuðum en langtímahorfur eru góðar. 

Tekjur af þjónustu og varahlutum jukust á þriðja ársfjórðungi en tekjur af
stærri verkefnum  láta enn á sér standa. Framlegðarhlutföll hafa batnað sem
endurspeglar árangur í rekstrahagkvæmi og kostnaðaraðhaldi þrátt fyrir töf á
stærri verkefnum. 

Marel býst við að tekjur ársins 2013 munu lækka um 6-8% á milli ára. Marel
gerir ráð fyrir hóflegum vexti tekna á næsta ári í kjölfar batnandi aðstæðna á
mörkuðum. 



Theo Hoen, forstjóri:

“Afkoma Marel er viðunandi í ljósi markaðsaðstæðna. Viðsnúningur hefur verið
hægari en við höfum áður séð og höfðum búist við. Skortur á stórum verkefnum
hefur neikvæð áhrif á tekjumyndun. Við erum þess fullviss að fjárfestingaþörf
sé að byggjast upp og þegar markaðsaðstæður batna þá erum við í stakk búin til
að mæta eftirspurninni. Við sáum þetta gerast árið 2009 þegar
matvælaframleiðendur héldu að sér höndum og frestuðu fjárfestingum vegna
efnahagslegrar óvissu. Ári seinna þegar aðstæður bötnuðu braust þessi
uppsafnaða fjárfestingaþörf út af krafti þar sem undirliggjandi spurn eftir
próteini hafði haldið áfram að vaxa. Þannig er einnig staðan nú. Á meðan nýtum
við tímann til að veita viðskiptavinum okkar aukna og betri þjónustu í gegnum
sölu- og þjónustunet okkar. Við erum bjartsýn á framtíðarhorfurnar og munum
halda áfram að viðhalda sölu- og þjónustuneti okkar ásamt því að viðhalda
fjárfestingu í nýsköpun og markaðssókn.  Á sama tíma leggjum við áfram ríka
áherslu á rekstrarhagkvæmni.“ 



Pantanabók hækkar um 5%

Nýjar pantanir á þriðja  ársfjórðungi námu 163,3 milljónum evra samanborið við
159,1 milljón evra á 2. ársfjórðungi 2013. Pantanabókin stóð í 138,3 milljónum
evra í lok 3. ársfjórðungs samanborið við 131,8 milljónir evra í lok 2.
ársfjórðungs [Q3 2012: 151,4 milljónir evra]. Hækkun pantanabókar um 5% frá
fyrri fjórðungi er til vitnis um batamerki á helstu mörkuðum Marel en
endurspeglar um leið hversu miklar hömlur skortur á stórum verkefnum setur á
frekari vöxt pantanabókarinnar. Viðskiptavinir eru enn hikandi varðandi
fjárfestingar vegna erfiðra markaðsaðstæðna og ákvarðanir um nýjar
fjárfestingar taka nú mun lengri tíma en áður. Þessar aðstæður eiga við
markaðinn í heild og Marel telur sig ekki vera að missa markaðshlutdeild. Staða
Marel á markaðinum er sterk og framtíðarhorfur fyrir nýjar pantanir lofa góðu
enda er útlit fyrir að prótein iðnaðurinn haldi áfram að vaxa og
fjárfestingaþörfin byggist upp. 



Horfur

Langtímamarkmið Marel gera ráð fyrir 5-6% vexti tekna á ári (samanlagt árlegt
vaxtarstig e. CAGR). Marel telur eftir sem áður að viðsnúningur verði á
mörkuðum en það gæti tekið lengri tíma en áður var talið. Marel býst við að
tekjur ársins 2013 muni lækka um 6-8% á milli ára. Marel gerir ráð fyrir
hóflegum vexti tekna á næsta ári í kjölfar batnandi aðstæðna á mörkuðum. 

Til meðal og lengri tíma litið, telur Marel að nýsköpun og sterk alþjóðleg
markaðsstaða í fjórum lykiliðnuðum félagsins stuðli að góðum vexti og aukinni
arðsemi, þar sem undirliggjandi markaðsvöxtur er til staðar. 

Engu að síður má gera ráð fyrir að afkoman verði breytileg milli ársfjórðunga
vegna efnahagsþróunar á heimsvísu, sveiflna í pöntunum og tímasetningar stærri
verkefna. 

Vinsamlegast athugið að tilkynning þessi tekur aðeins til helstu þátta
uppgjörsins en uppgjörstilkynning í fullri lengd á ensku er aðgengileg á
heimasíðu Marel: www.marel.com/2013Q3 

Þar er m.a. að finna lykiltölur og yfirlit yfir markaði félagsins.



Kynningarfundur 24. október 2013

Marel boðar til kynningarfundar um afkomu félagsins fimmtudaginn 24. október
kl. 8:30 í húsnæði félagsins að Austurhrauni 9, Garðabæ. Fundinum verður einnig
netvarpað: www.marel.com/webcast 



Birtingardagar fyrir reikningsárið 2013 og 2014

  -- 4. ársfjórðungur 2013                                                5.
     febrúar 2014
  -- Aðalfundur                                                                
     5. mars 2014
  -- 1. ársfjórðungur 2014                                                28.
     apríl 2014
  -- 2. ársfjórðungur 2014                                                23.
     júlí 2014
  -- 3. ársfjórðungur  2014                                               22.
     október 2014
  -- 4. ársfjórðungur  2014                                               4.
     febrúar 2015

Birting fjárhagsupplýsinga mun eiga sér stað eftir lokun markaðar.

Frekari upplýsingar veita:

Linda Jónsdóttir, framkvæmdastjóri fjárstýringar og fjárfestatengsla. Símar:
563 -8464 og 825-8464 

Auðbjörg Ólafsdóttir, sérfræðingur í fjárfestatengslum. Símar: 563-8626 og
853-8626 

Erik Kaman, fjármálastjóri. Sími: 563 8072.



Um Marel                                                                        
Marel er í hópi stærstu útflutningsfyrirtækja Íslands og er í fararbroddi á     
 heimsvísu í þróun og framleiðslu á háþróuðum búnaði og kerfum til vinnslu á    
 fiski, kjöti og kjúklingi. Fyrirtækið starfrækir skrifstofur og dótturfyrirtæki
 í meira en 30 löndum, auk 100 umboðsmanna og dreifingaraðila.                  
Athygli fjárfesta er vakin á eftirfarandi:                                      
Sumar staðhæfingar í þessari fréttatilkynningu kunna að vera byggðar á mati og
 áætlunum stjórnenda félagsins en ekki á staðreyndum sem hægt er að sannreyna   
 við birtingu hennar. Í eðli sínu fela slíkar staðhæfingar því í sér óvissu. Við
 vekjum þess vegna athygli fjárfesta á því að margir þættir geta haft þau áhrif 
 að rekstrarumhverfi og afkoma verði með öðrum hætti en forsendur gera ráð fyrir
 í þessari tilkynningu. Tilkynningin verður ekki endurskoðuð eftir birtingu hvað
 þetta varðar.                                                                  
Sé misræmi á milli uppgjörstilkynninga félagsins á íslensku annars vegar og     
 ensku hins vegar, skal enska útgáfan gilda þar sem tilkynningar eru þýddar af  
 ensku yfir á íslensku.