2014-01-29 11:47:37 CET

2014-01-29 11:48:38 CET


REGULATED INFORMATION

Islandic
Tryggingamiðstöðin hf. - Fyrirtækjafréttir

Standard & Poor’s (S&P’s) breytir horfum á fjárhagslegum styrkleika Tryggingamiðstöðvarinnar (TM) úr neikvæðum í stöðugar


Standard & Poor's (S&P's) hafa breytt horfum í mati á fjárhagslegum styrkleika
Tryggingamiðstöðvarinnar (TM) úr neikvæðum í stöðugar. Það er gert í kjölfar
þess að horfum á mati á Ríkissjóði Íslands var breytt með sama hætti, þann 24.
janúar síðastliðinn. Fjárhagsleg styrkleikaeinkunn TM BBB-, er jaframt staðfest
en það er sama einkunn og S&P's hafa veitt langtímaskuldbindingum íslenska
ríkisins. 

TM hefur frá árinu 2007 verið með styrkleikamat frá S&P's, eitt íslenskra
tryggingafélaga.  Matið gefur TM tækifæri á að sækja vátryggingaviðskipti á
erlenda markaði og er því mikilvægur liður í vaxtarmöguleikum félagsins. 

Meðfylgjandi er fréttatilkynning S&P's um TM frá 28. janúar 2014.