2016-08-26 14:09:24 CEST

2016-08-26 14:09:24 CEST


REGULATED INFORMATION

Islandic
Byggðastofnun - Ársreikningur

Byggðastofnun - Árshlutauppgjör janúar - júní 2016


Árshlutareikningur Byggðastofnunar janúar-júní 2016

Árshlutareikningur Byggðastofnunar fyrir tímabilið janúar-júní 2016, var
staðfestur af stjórn stofnunarinnar 26. ágúst 2016. 

Hagnaður tímabilsins nam 45,1 milljón króna.  Eiginfjárhlutfall í lok júní skv.
eiginfjárákvæðum laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki var 21,73% en var
20,56% í lok árs 2015. 

Um stofnunina gilda lög um Byggðastofnun nr. 106/1999 og reglugerð nr.
347/2000. Hlutverk Byggðastofnunar er að efla byggð og atvinnulíf með sérstakri
áherslu á jöfnun tækifæra allra landsmanna til atvinnu og búsetu. Í samræmi við
hlutverk sitt undirbýr, skipuleggur og fjármagnar stofnunin verkefni og veitir
lán með það að markmiði að treysta byggð, efla atvinnu og stuðla að nýsköpun í
atvinnulífi. Fjármögnun verkefna skal eftir föngum vera í samstarfi við aðra.
Stofnunin skipuleggur og vinnur að atvinnuráðgjöf í samstarfi við
atvinnuþróunarfélög, sveitarfélög og aðra haghafa.  Byggðastofnun fylgist með
þróun byggðar í landinu, m.a. með gagnasöfnun og rannsóknum. Stofnunin getur
gert eða látið gera áætlanir um þróun byggðar og atvinnulífs í þeim tilgangi að
treysta búsetu og atvinnu í byggðum landsins. 

Helstu niðurstöður úr árshlutareikningi Byggðastofnunar janúar-júní 2016

  -- Hagnaður tímabilsins nam 45,1 milljónum króna.
  -- Eiginfjárhlutfall skv. lögum um fjármálafyrirtæki var 21,73% en skal að
     lágmarki vera 8%
  -- Hreinar vaxtatekjur voru 217,2 milljónir króna eða 51,1% af vaxtatekjum,
     samanborið við 220,8 milljónir króna (48,9% af vaxtatekjum) hreinar
     vaxtatekjur árið 2015.
  -- Laun og annar rekstrarkostnaður nam 224,5 milljónum króna samanborið við
     199,1 milljón árið 2015.
  -- Eignir námu 13.214 milljónum króna og hafa lækkað um 1.203 milljónir frá
     árslokum 2015.  Þar af voru útlán og fullnustueignir 10.668 milljónir.
  -- Skuldir námu 10.418 milljónum króna og lækkuðu um 1.248 milljónir frá
     árslokum 2015.

Um árhlutareikninginn

Skýrist hagnaður tímabilsins fyrst og fremst á hærri rekstrartekjum en á sama
tímabili 2015.. 

Horfur

Eiginfjárstaða stofnunarinnar er áfram sterk og gefur henni færi á að vera
öflugur bakhjarl fyrirtækja á landsbyggðinni. 

Með bréfi Fjármálaeftirlitsins dagsettu 1. mars 2016 var Byggðastofnun tilkynnt
að FME hefði ákveðið að samanlögð krafa um eiginfjárauka sem Byggðastofnun bæri
að viðhalda frá og með 1. janúar 2016 væri 1% sveiflujöfnunarauki sem taki
gildi 12 mánuðum eftir ákvörðun Fjármálaeftirlitsins.  Að auki ber
Byggðastofnun að viðhalda 1% verndunarauka frá 1. janúar 2016 samkvæmt 84. gr.
e laga um fjármálafyrirtæki, sbr. 84. gr. a sömu laga.  Verndunarauki samkvæmt
nefndum lagaákvæðum hækkar í áföngum, fyrst í 1.75% hinn 1. júní 2016 og svo í
2.5% hinn 1. janúar 2017.  Hinni samanlögðu kröfu skal jafnframt viðhaldið á
samstæðugrunni. Miðað við hækkun verndunaraukans 1. júní 2016 og 1. janúar 2017
og gildistöku sveiflujöfnunaraukans 1. mars 2017 verður hin samanlagða krafa að
öllu óbreyttu 3,5%. 

Eins og að ofan greinir er eiginfjárstaða Byggðastofnunar sterk og því mun hún
geta uppfyllt þessa eiginfjárkröfu. 

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar veitir Aðalsteinn Þorsteinsson, forstjóri Byggðastofnunar í
síma 455 5400 eða á netfanginu adalsteinn@byggdastofnun.is 




Lykiltölur úr árshlutareikningi og samanburður við fyrri ár





          30.06.2016     2015     30.06.2015     2014     30.06.2014     2013   
           Þús. kr.    Þús. kr.    Þús. kr.    Þús. kr.    Þús. kr.    Þús. kr. 
Rekstrar                                                                        
reikning                                                                        
ur                                                                              
Vaxtatek     425.326     837.787     451.645     813.793     414.984     998.367
jur                                                                             
Vaxtagjö     208.151     382.996     230.862     414.371     242.244     561.002
ld                                                                              
Hreinar      217.175     454.791     220.784     399.422     172.741     437.365
 vaxtate                                                                        
kjur                                                                            
         -----------------------------------------------------------------------
Rekstrar     213.738     385.120     179.502     448.940     213.706     559.846
tekjur                                                                          
Hreinar      430.912     839.911     400.285     848.362     386.446     997.211
 rekstra                                                                        
rtekjur                                                                         
         -----------------------------------------------------------------------
                                                                                
Rekstrar     385.829     741.021     363.794     499.145     311.139     808.294
gjöld                                                                           
Hagnaður      45.084      98.891      36.491     349.217      75.307     188.917
         -----------------------------------------------------------------------
                                                                                
Með                                                                             
 rekstra                                                                        
rgjöldum                                                                        
 eru                                                                            
 færð                                                                           
 framlög                                                                        
 í                                                                              
 afskrif                                                                        
tareikni                                                                        
ng                                                                              
útlána        20.130      61.012      -4.301    -117.243     -13.380      50.960
 og                                                                             
 matsbre                                                                        
yting                                                                           
 hlutabr                                                                        
éfa                                                                             
                                                                                
Efnahags  30.06.2016  31.12.2015  30.06.2015  31.12.2014  30.06.2014  31.12.2013
reikning                                                                        
ur                                                                              
Eignir                                                                          
Sjóður     1.352.940   3.081.232   1.664.478   2.062.688   2.393.656   2.421.208
 og                                                                             
 kröfur                                                                         
 á                                                                              
 lánasto                                                                        
fnanir                                                                          
Útlán     10.668.476  10.307.529  10.688.090  10.821.632  11.086.999  11.570.492
Eignahlu   1.123.238     947.504     966.761     902.395     910.838     809.599
tir í                                                                           
 félögum                                                                        
Aðrar         68.912      80.511      73.209     130.216     114.779      71.009
 eignir                                                                         
Eignir    13.213.566  14.416.775  13.392.538  13.916.931  14.506.272  14.872.307
 samtals                                                                        
         -----------------------------------------------------------------------
                                                                                
Skuldir                                                                         
 og                                                                             
 eigið                                                                          
 fé                                                                             
Lántökur  10.260.559  11.495.402  10.549.834  11.161.775  11.962.190  12.458.421
Aðrar        157.377     170.826     154.557     103.500     166.336     111.448
 skuldir                                                                        
Skuldir   10.417.936  11.666.228  10.704.392  11.265.275  12.128.526  12.569.868
 samtals                                                                        
         -----------------------------------------------------------------------
                                                                                
Eigið fé   2.795.630   2.750.547   2.688.147   2.651.656   2.377.746   2.302.439
Skuldir   13.213.566  14.416.775  13.392.538  13.916.931  14.506.272  14.872.307
 og                                                                             
 eigið                                                                          
 fé                                                                             
 samtals                                                                        
         -----------------------------------------------------------------------
                                                                                
Veittar            0           0      16.450      18.807      20.360      22.552
 ábyrgði                                                                        
r utan                                                                          
 efnahag                                                                        
sreiknin                                                                        
gs                                                                              
                                                                                
Sjóðstre  30.06.2016     2015     30.06.2015     2014     30.06.2014     2013   
ymi                                                                             
Handbært      77.254     207.394      38.940     556.712     224.716     787.953
 fé frá                                                                         
 rekstri                                                                        
Fjárfest    -510.014     373.684     212.022     569.609     257.989     324.400
ingarhre                                                                        
yfingar                                                                         
Fjármögn  -1.295.531     437.466    -649.171  -1.484.841    -510.256    -904.473
unarhrey                                                                        
fingar                                                                          
Hækkun/(  -1.728.291   1.018.544    -398.210    -358.520     -27.551     207.880
-lækkun)                                                                        
 á                                                                              
 handbær                                                                        
u fé                                                                            
         -----------------------------------------------------------------------
Handbært   3.081.232   2.062.688   2.062.688   2.421.208   2.421.208   2.213.327
 fé í                                                                           
 ársbyrj                                                                        
un                                                                              
Handbært   1.352.940   3.081.232   1.664.478   2.062.688   2.393.656   2.421.208
 fé í                                                                           
 lok                                                                            
 tímabil                                                                        
s                                                                               
         -----------------------------------------------------------------------
                                                                                
Eiginfjá      21,73%      21,56%      21,38%      20,20%      16,36%      16,00%
rhlutfal                                                                        
l                                                                               
 samkvæm                                                                        
t lögum                                                                         
 um                                                                             
 fjármál                                                                        
afyrirtæ                                                                        
ki