2015-11-06 16:51:47 CET

2015-11-06 16:52:48 CET


REGULATED INFORMATION

Islandic
Sjóvá-Almennar tryggingar hf - Ársreikningur

Sjóvá-Almennar tryggingar hf. - Árshlutauppgjör


Sjóvá hagnaðist um 2.673 m.kr. á fyrstu 9 mánuðum ársins

  -- Afkoma af vátryggingastarfsemi nam 677 m.kr. fyrir skatta og afskrift
     óefnislegra eigna
  -- Afkoma af fjárfestingarstarfsemi nam 2.515 m.kr. fyrir skatta og afskrift
     óefnislegra eigna

Hermann Björnsson, forstjóri:

„Afkoma Sjóvár á þriðja ársfjórðungi var afar góð og ræður þar mestu góð afkoma
af fjárfestingarstarfsemi en hún var mun betri en að jafnaði má vænta. Afkoma
af einstökum vátryggingagreinum er mjög mismunandi. Sumar greinar hafa komið
fremur illa út vegna óveðurstjóna liðinn vetur og bifreiðatryggingar halda
áfram að skila neikvæðri afkomu, en þegar hefur verið gripið til ráðstafana til
að bæta afkomu þeirra.“ 



Þriðji ársfjórðungur:

Afkoma

  -- Hagnaður af rekstri Sjóvár á þriðja ársfjórðungi nam 1.293 m.kr. (0,82 kr.
     á hlut)
  -- Hagnaður fyrir skatta og afskrift óefnislegra eigna nam 1.506 m.kr. 
  -- Afkoma af vátryggingastarfsemi nam 406 m.kr. 
  -- Afkoma af fjárfestingarstarfsemi nam 1.100 m.kr. 
  -- Samsett hlutfall samstæðunnar var 95,9% 

Efnahagur

  -- Eigið fé nam 16.287 m.kr. 
  -- Fjárfestingareignir án söfnunarlíftrygginga námu 30.402 m.kr.
  -- Eiginfjárhlutfall samstæðunnar var 36,6% 
  -- Arðsemi eigin fjár á ársgrundvelli var 32,8%
  -- Gjaldþolshlutfall móðurfélagsins var 5,51

Fjárfestingar

Á fjórðungnum jók félagið mest við eign sína í skráðum hlutabréfum og
óverðtryggðum ríkisskuldabréfum. Ávöxtun eignasafnsins var 4,9% á fjórðungnum
og vó þar þyngst að ávöxtun skráðra hlutabréfa var 13,9%. 

Horfur

Í upphafi árs kynnti Sjóvá horfur í rekstri ársins 2015. Félagið hefur þegar
greint frá því að horfur um samsett hlutfall muni ekki nást vegna fleiri tjóna
á fyrri hluta árs en ráð var fyrir gert. Líkur eru á að samsett hlutfall verði
undir 100%. Fjárfestingartekjur fyrstu 9 mánuði ársins voru vel umfram það sem
vænta mátti og allar líkur eru á að hagnaður verði umfram fyrrgreindar horfur. 

Væntanleg breyting á reikningsskilum

Í árslok 2015 hyggst samstæðan breyta um reikningsskilaaðferð við mat á
tjónaskuld í tengslum við innleiðingu á löggjöf um vátryggingastarfsemi,
Solvency II, sem taka mun gildi í ársbyrjun 2016. Reiknað álag vegna óvissu er
lægra samkvæmt nýjum reglum og jafnframt breytist með hvaða hætti áhætta er
mæld í starfsemi vátryggingafélaga. Þessi breyting mun hafa áhrif á stöðu eigin
fjár, tjónaskuldar og tekjuskatts og verða rekstrar- og efnahagsreikningar
áranna 2014 og 2015 lagaðir að breytingunni. 

Breyting á skipan framkvæmdastjórnar

Ákveðið hefur verið að breyta skipan framkvæmdastjórnar með þeim hætti að
framvegis mun hún eingöngu skipuð framkvæmdastjórum félagsins auk forstjóra.
Undanfarin ár hafa auk framangreindra átt sæti í framkvæmdastjórn tveir
forstöðumenn, annars vegar forstöðumaður fjárfestinga og hins vegar
forstöðumaður trygginga- og tölfræðigreiningar. Þeir munu eftir sem áður heyra
beint undir forstjóra. 



Lykiltölur
                                     3F      3F  Breyti  9M 2015      9M  Breyti
                                   2015    2014      ng             2014      ng
--------------------------------------------------------------------------------
--------------------------------------------------------------------------------
Iðgjöld tímabilsins               3.627   3.470    4,5%   10.586  10.141    4,4%
Eigin iðgjöld                     3.450   3.311    4,2%   10.054   9.564    5,1%
Fjárfestingartekjur               1.413     473            3.416     731        
--------------------------------------------------------------------------------
--------------------------------------------------------------------------------
Heildartekjur                     4.901   3.790   29,3%   13.515  10.319   31,0%
Tjón tímabilsins                 -2.713  -2.858   -5,1%   -7.857  -7.118   10,4%
Eigin tjón                       -2.563  -2.582   -0,7%   -7.698  -6.744   14,2%
Rekstrarkostnaður                  -935    -951   -1,6%   -2.936  -3.066   -4,2%
Þar af afskriftir óefnislegra      -104    -104             -311    -311        
 eigna                                                                          
--------------------------------------------------------------------------------
--------------------------------------------------------------------------------
Heildargjöld                     -3.499  -3.533   -1,0%  -10.634  -9.809    8,4%
Afkoma fyrir skatta               1.403     258            2.881     510        
--------------------------------------------------------------------------------
--------------------------------------------------------------------------------
Afkoma eftir skatta               1.293     210            2.673     415        
Tjónahlutfall                     74,8%   82,4%            74,2%   70,2%        
Endurtryggingahlutfall            -0,3%   -3,6%             3,1%    1,8%        
Kostnaðarhlutfall                 21,4%   22,5%            22,9%   24,5%        
--------------------------------------------------------------------------------
--------------------------------------------------------------------------------
Samsett hlutfall                  95,9%  101,3%           100,3%   96,5%        
Ávöxtun eigin fjár á              32,8%    1,6%            20,9%    3,3%        
 ársgrundvelli                                                                  
Leiðrétt ávöxtun eigin fjár á     45,0%    8,9%            29,0%    6,8%        
 ársgrundvelli                                                                  
Gjaldþolshlutfall móðurfélags      5,51    5,78             5,51    5,78        



Kynningarfundur

Sjóvá býður til opins kynningarfundar um afkomu félagsins á þriðja ársfjórðungi
2015 föstudaginn 6. nóvember kl. 16:15 í fundarsal félagsins í Kringlunni 5, 6.
hæð. Hermann Björnsson forstjóri mun kynna uppgjörið og svara spurningum. Hægt
er að fylgjast með beinni útsendingu frá fundinum á vefslóðinni
www.sjova.is/afkomukynningar 

Nánari upplýsingar

Allar nánari upplýsingar veitir Þórður Pálsson í síma 440-2000 eða
fjarfestar@sjova.is. 

Samstæðureikningur Sjóvár fyrir þriðja ársfjórðung var samþykktur af stjórn og
forstjóra á stjórnarfundi þann 6. nóvember 2015. Árshlutareikningurinn hefur
hvorki  verið kannaður né endurskoðaður af endurskoðendum félagsins.