2008-07-24 17:24:23 CEST

2008-07-24 17:25:24 CEST


REGULATED INFORMATION

Islandic English
365 hf. - Fyrirtækjafréttir

Lokaniðurstöður kauptilboðs 365 hf. til hluthafa


Lokaniðurstöður kauptilboðs 365 hf. til hluthafa félagsins, eftir að það var
opnað að nýju þann 21. júlí síðastliðinn, er á þá leið að alls hafa eigendur
7,2% hlutafjár í 365 hf., eða 185 aðilar samþykkt kauptilboðið. Eigendur
tæplega 93% hlutafjár (þar af rúm 2% í eigin bréfum félagsins), eða um 625
aðilar, munu eiga hluti sína áfram í félaginu eftir fyrirhugaða afskráningu
þess. 

Kauptilboðið var til hluthafa félagsins um kaup á bréfum hluthafa á genginu
1,20 kr. 

Straumur fjárfestingafélag mun annast greiðslu til þeirra hluthafa sem tóku
tilboði félagsins. Hluthafar munu fá andvirði bréfanna greitt á reikninga sína
fyrir 1. ágúst næstkomandi.


Nánari upplýsingar veitir: 

Hildur Sverrisdóttir
regluvörður 365 hf. 
s. 849-2491
hildurs@365.is