2013-01-16 18:00:00 CET

2013-01-16 18:05:04 CET


REGULATED INFORMATION

Islandic
Fagfjárfestasjóðurinn OFAN SVÍV - Fyrirtækjafréttir

Skilmálabreyting á OFANSV 11 1


Í kjölfar kauptilboðs Regins hf. í fasteignina Ofanleiti 2 mun OFAN SVÍV
fagfjárfestasjóður óska eftir því við eigendur skuldabréfaflokksins OFANSV 11 1
að heimild verði veitt til að breyta skilmálum flokksins þannig að
skuldaraskipti verði gerð á lánssamningi útgefanda við SVÍV ses. kt.
530978-0449.  Undir 2. mgr. liðarins „Sérstök skilyrði og heimildir til
gjaldfellingar“ í skilmálum flokksins kemur fram að útgefanda sé óhemilt að
gera skilmálabreytingar á lánssamningi við SVÍV ses. nema með samþykki 66,67%
eigenda skuldabréfa flokksins m.v. fjárhæð. Skilmála skuldabréfaflokksins er að
finna í lýsingu sem var birt þann 21. desember 2012. Lýsingu er hægt að nálgast
á eftirfarandi vefslóð:
http://www.fme.is/media/lysingar/OFANSV-11-1-prospectus-20121221.pdf 

Undir liðnum „Tryggingar gegn greiðslu“ koma fram helstu skilmálar lánssamnings
útgefanda við SVÍV ses. Þeir skilmálar ásamt öllum öðrum skilmálum
lánssamningsins verða óbreyttir. 

Skilmálabreyting á lánssamningi og flokknum OFANSV 11 1 felur í sér að nýr
skuldari af lánsamningi útgefanda við SVÍV ses. verður Reginn A1 ehf. kt.
521009-1010, dótturfélag Regins atvinnuhúsnæðis ehf. sem er í eigu Regins hf. 

Til samræmis verður óskað eftir heimild til breytingar á reglum OFAN SVÍV þar
sem að í stað núverandi mótaðila útgefanda kemur nýr skuldari Reginn A1 ehf. í
staðinn. Samþykki sama hlutfalls eigenda skuldabréfa flokksins m.v. fjárhæð er
áskilið. 



Nánari upplýsingar veitir Þorkell Magnússon forstöðmaður hjá Stefni í síma
444-7472.