2008-10-03 18:49:41 CEST

2008-10-03 18:51:00 CEST


REGULATED INFORMATION

Islandic
Glitnir banki hf. - Hluthafafundir

Hluthafafundur Glitnis Banka hf.



Reykjavík, 3. október 2008

                  HLUTHAFAFUNDUR GLITNIS BANKA HF.

Með vísan til 7. gr. samþykkta Glitnis banka hf. er hér með boðað til
hluthafafundar  í  félaginu.   Hluthafafundurinn  verður  haldinn   í
Háskólabíói,  stóra  sal,  Hagatorgi,  Reykjavík,  laugardaginn   11.
október 2008 kl. 17:00.

Dagskrá:

1.  Tillögur til breytinga á samþykktum félagsins.[1]
            2.  Önnur mál.

Dagskrá fundarins og endanlegar tillögur liggja frammi hluthöfum  til
sýnis á  skrifstofu  félagsins, Kirkjusandi  2,  5. hæð,  viku  fyrir
hluthafafund hið  minnsta.   Þessi  gögn verða  einnig  aðgengileg  á
www.glitnir.is.

Óski hluthafi  eftir því  að fá  ákveðið mál  tekið til  meðferðar  á
fundinum skal  hann gera  skriflega kröfu  um það  til stjórnar  eigi
síðar en fimm virkum  dögum fyrir upphaf  fundar.  Skal ósk  hluthafa
komið skriflega  til skrifstofu  félagsins með  sannanlegum  hætti[2]
fyrir miðnætti sunnudaginn 5. október 2008.

Atkvæðaseðlar og aðgöngumiðar  að fundinum  verða afhentir  hluthöfum
eða umboðsmönnum þeirra  á fundarstað  frá kl.  16:00 á  fundardegi.
Afhendingu  aðgöngumiða  og  atkvæðaseðla  verður  hætt  kl.  17:00.
Hluthafar geta  greitt atkvæði  um mál  sem eru  á dagskrá  fundarins
rafrænt.

Hluthafar sem hyggjast  greiða atkvæði  með rafrænum  hætti þurfa  að
hafa aðgang að interneti.  Nánari upplýsingar um framkvæmd  rafrænnar
þátttöku á fundinum má nálgast á heimasíðu félagsins, www.glitnir.is.



Stjórn Glitnis banka hf.

[1]  Stjórn  Glitnis  banka  hf.  leggur  svohljóðandi  tillögur  til
breytinga á  samþykktum  félagsins fyrir  hluthafafund,  haldinn  11.
október 2008:
Að hlutafé félagsins verði aukið um  kr. 44.642.103.909 - fjörutíu og
fjóra milljarða sex hundruð fjörutíu  og tvær milljónir eitt  hundrað
og  þrjú  þúsund   níu  hundruð   og  níu   krónur -  að   nafnverði.
Aukningarhlutirnir verði seldir Ríkissjóði Íslands fyrir 600.000.000€
- sex hundruð milljónir Evra.  Hluthafar falla frá forgangsrétti  til
áskriftar vegna hækkunar þessarar.
Verði tillagan samþykkt mun  1. mgr. 4.  gr. samþykkta Glitnis  banka
hf. verða svo að hækkun afstaðinni:"Hlutafé félagsins er kr. 59.522.805.212 - fimmtíu og níu  milljarðar
fimm  hundruð tuttugu og tvær  milljónir átta hundruð og fimm  þúsund
tvö hundruð  og tólf  krónur -  og  skiptist í  jafn marga  hluti  að
fjárhæð 1 króna."  Þá fellur 5.  mgr. 6. gr. samþykkta Glitnis  banka
hf. brott.

[2] Hægt  er að  koma  skriflegri kröfu  til skrifstofu  félagsins  á
faxnúmer:    4404001     eða     á     pdf-formi     á     netfangið:
hluthafafundur@glitnir.is.    Frumritum   gagna   skal   skilað   til
skrifstofu félagsins mánudaginn 6. október 2008.

Hluthafafundur.pdf