2014-08-20 18:03:25 CEST

2014-08-20 18:03:42 CEST


REGULATED INFORMATION

Islandic
Fjarskipti hf. - Ársreikningur

Fjarskipti hf. : Stöðugur rekstur og mikilvægum áföngum náð


Árshlutareikningur Fjarskipta hf. fyrir 2. ársfjórðung ársins 2014 var
staðfestur af stjórn og forstjóra félagsins á stjórnarfundi þann 20. ágúst
2014.

  * Tekjur jukust um 1%  á fjórðungnum - Tekjuaukning á fyrri helmingi ársins 2%
  * Framlegð hækkaði um 6% á fjórðungnum - Framlegðarhækkun 9% á fyrri helmingi
    ársins
  * Kostnaður vegna forstjóraskipta í maí nam 53 m.kr.
  * EBITDA ársfjórðungsins nam 671 m.kr. og lækkaði um 8% milli ára - EBITDA á
    fyrri helmingi ársins hækkaði um 3%
  * 210 m.kr. hagnaður á 2. ársfjórðungi - Hagnaðaraukning á fyrri helmingi
    ársins 49%

Stefán Sigurðsson, forstjóri:"Rekstur Vodafone á 2. ársfjórðungi var ágætur, sérstaklega þegar tekið er
tillit til mikillar innri vinnu tengdum öryggismálum og ISO 27001 vottun
félagsins og kostnaðar sem féll til á tímabilinu vegna forstjóraskipta.

Samhliða styrkingu innviða voru mikilvæg skref stigin á ýmsum sviðum á
tímabilinu. Nýjar vörur voru innleiddar og áfram var haldið með fjárfestingar í
kerfum sem eru mikilvæg fyrir tekjuöflun Vodafone til framtíðar. Félagið hefur
þannig tekið forystu í 4G þjónustu með markvissri fjárfestingu í farsímakerfinu
og á sama tíma styrkt verulega sjónvarps- og útvarpsdreifikerfi Vodafone sem mun
á árinu ná til 99,8% landsmanna. Þessar fjárfestingar eru mikilvægur grundvöllur
 framtíðar tekjusköpunar félagsins."


[HUG#1849875]