2013-11-30 18:15:38 CET

2013-11-30 18:16:12 CET


REGULATED INFORMATION

Islandic
Fjarskipti hf. - Fyrirtækjafréttir

Yfirlýsing vegna árásar á vef Vodafone


Brotist inn á vef Vodafone aðfararnótt 30. nóvember sl. Búið er að stöðva
árásina og unnið er að nánari rannsókn á málinu. Um lögbrot er að ræða sem hefur
verið kært til lögreglu.

Árásin hafði engin áhrif á fjarskiptakerfi Vodafone heldur einskorðaðist við vef
Vodafone. Í árásinni var upplýsingunum um SMS sem send voru í gegnum vefsíðu
Vodafone stolið ásamt lykilorðum að Mínum síðum á Vodafone.is. Ekki var um að
ræða hefðbundin SMS milli símtækja. Engum gögnum úr fjarskiptakerfum
fyrirtækisins, svo sem upplýsingum um símtöl, SMS milli símtækja, tölvupósti eða
öðrum fjarskiptagögnum var stolið.

Vodafone mun í framhaldinu endurskoða öll öryggiskerfi fyrirtækisins til að koma
í veg fyrir frekari árásir.


[HUG#1746877]