2009-05-13 12:01:50 CEST

2009-05-13 12:02:51 CEST


REGULATED INFORMATION

Islandic English
Hf. Eimskipafélag Íslands - Fyrirtækjafréttir

Eimskip selur hlutabréf sín í Containerships


Eimskip hefur gert samning um sölu á 65% hlut sinn í finnska skipafélaginu
Containerships.  Kaupandi er Container Finance sem verið hefur minnihluta
eigandi í Containerships.  Salan er gerð með fyrirvara um samþykki stjórnar
félagsins og að aflétting veða takist. 

Eimskip keypti hlut sinn í Containerships í október 2006 og hefur rekið félagið
sem sjálfstæða einingu innan Eimskips samstæðunnar.  Containerships og Eimskip
munu halda samstarfi sínu áfram þar sem Eimskip verður áfram umboðsaðli
Containerships í Danmörku og Containerships verður umboðsaðli Eimskip
Finnlandi. 

Salan á Containerships er liður í fjárhagslegri endurskipulagningu Eimskip og
mun salan lækka skuldir félagsins um tæpa 11 milljarða ISK, en sölutap af
sölunni er um 3,9 milljarðar króna.  Auk þess er salan liður í því að selja þær
eignir félagsins sem ekki eru hluti af kjarnastarfsemi félagsins til framtíðar
þ.e.a.s siglingum á Norður Atlansthafi og alþjóðlegri frystiflutningsmiðlun. 

Eimskip heldur áfram vinnu við endurskipulagningu í samræmi við það sem áður
hefur verið tilkynnt.  Enn er unnið að sölu á frystigeymslustarfseminni í
Norður-Ameríku en það ferli hefur tekið lengri tíma en í fyrstu var áætlað. 
Markmiðið er að endurskipulagningu ljúki fyrir lok júní eins og áður hefur
verið tilkynnt.