2008-10-13 12:16:37 CEST

2008-10-13 12:17:37 CEST


REGULATED INFORMATION

Islandic English
MP Fjárfestingarbanki hf. - Fyrirtækjafréttir

- MP Fjárfestingarbanki hf. fær viðskiptabankaleyfi


Fjármálaeftirlitið hefur veitt MP Fjárfestingarbanka hf. viðskiptabankaleyfi.
Ekki er gert ráð fyrir verulegum breytingum á starfsemi bankans á grundvelli
hins nýja leyfis. Leyfið gerir bankanum kleyft að taka á móti innlánum á þeim
mörkuðum sem bankinn starfar á og mun bankinn þegar hefja viðtöku innlána á
Íslandi. 
Innlán hjá MP Fjárfestingarbanka njóta sömu tryggingar og innstæður hjá öðrum
fjármálafyrirtækjum. Um tryggingu innstæðna vísast til yfirlýsingar
Ríkisstjórnar Íslands frá        6. október 2008: 


„Yfirlýsing ríkisstjórnarinnar

6.10.2008 

Ríkisstjórn Íslands áréttar að innstæður í innlendum viðskiptabönkum og
sparisjóðum og útibúum þeirra hér á landi verða tryggðar að fullu. 

Með innstæðum er átt við allar innstæður almennra sparifjáreigenda og
fyrirtækja sem trygging innstæðudeildar Tryggingasjóðs innstæðueigenda tekur
til. 

Reykjavík 6. október 2008“


Leyfið gildir frá 10. október 2008 og er veitt í fyrstu til 31. desember 2008.

MP Fjárfestingarbanki hf. var stofnaður árið 1999 og fékk starfsleyfi sem
fjárfestingarbanki árið 2004. 

Stjórn og forstjóri eru mjög þakklát fyrir það traust sem bankanum er sýnt við
þær erfiðu aðstæður sem nú ríkja í íslensku efnahagslífi. 

Frekari upplýsingar veitir Styrmir Þór Bragason, forstjóri MP
Fjárfestingarbanka. Sími +354 540 3200. 

Nánari upplýsingar um MP Fjárfestingarbanka má finna á heimasíðu bankans,
www.mp.is.