2009-08-31 17:38:24 CEST

2009-08-31 17:39:25 CEST


REGULATED INFORMATION

Islandic
Hitaveita Suðurnesja - Ársreikningur

- 6 mánaða uppgjör 2009


HS Orka hf. hf. - Árshlutareikningur 30. júní 2009

Helstu atriði

Eiginfjárhlutfall hækkaði úr 16,3% í 18,3%.

Heildarafkoman var á tímabilinu jákvæð um 611,6 m.kr.


Frá uppgjörsdegi hefur álverð hækkað þannig að framtíðarvirði álverssamninga
(gangvirðisbreytingar innbyggðra afleiða) hefur hækkað um rúmlega 2 milljarða.
Á móti kemur gengistap á sama tíma um tæpar 200 m.kr. Þessi atriði ein og sér,
án annars afkomubata, auka eigið fé félagsins um tæpa 2 milljarða þannig að
eiginfjárhlutfall gæti þá í lok ágúst verið farið að  nálgast 22%.

Hitaveitu Suðurnesja hf. var á árinu 2008 skipt í tvö félög HS Orku hf. og HS
Veitur hf. sem tók yfir einkaleyfisstarfsemi Hitaveitu Suðurnesja hf. Starfsemi
sem nú tilheyrir HS Veitum hf. er sett fram sem aflögð starfsemi í
samanburðarfjárhæðum í árshlutareikningi félagsins.Árshlutareikningurinn sýnir
fyrsta rekstrartímabil HS Orku hf. í núverandi mynd. 

Hagnaður félagsins á tímabilinu nam 184 millj. kr., en var á sama tímabili árið
áður 979 millj. kr. Þegar tekið er tillit til tekna og gjalda sem færð eru á
eigið fé er heildarhagnaður tímabilsins 612 millj. kr. samanborið við 8.582
millj. kr. á sama tímabili árið áður. Lækkun heildarhagnaðar skýrist af því að
á árinu 2008 voru rekstrarfjármunir félagsins endurmetnir til gangvirðis til
samræmis við heimildir í IAS 16. 

Samkvæmt rekstrarreikningi námu rekstrartekjur HS Orku hf. á tímabilinu 2.856
millj. kr., en voru 2.661 millj. kr. á sama tímabili árið áður. Hækkun
rekstrartekna nemur 7% eða 195 millj. kr. Hækkun tekna er að mestum hluta vegna 
þjónustutekna vegna veittrar þjónustu til HS Veitna hf., en félögin hafa gert
þjónustusamning sín á milli þar að lútandi. 

Framleiðslukostnaður og kostnaðverð sölu nam 2.113 millj. kr., en var 1.520
millj. kr. árið áður. Hækkun framleiðslukostnaðar og kostnaðarverðs sölu stafar
af hækkunum á kostnaði við framleiðslu og sölu á raforku auk kostnaðar 
vegna veittrar þjónustu við HS Veitur hf. Annar rekstrarkostnaður nam 187
millj. kr. samanborið við 161 millj. kr. á sama tímabili árið áður.

Hrein fjármagnsgjöld voru 349 millj. kr. á tímabilinu samanborið við hreinar
fjármunatekjur að fjárhæð 317 millj. kr. sama tímabil árið áður. Veiking
íslensku krónunnar gagnvart erlendum gjaldmiðlum leiddi til 937 millj. kr.
gengistaps, en á sama tímabili árið áður nam gengistap 4.228 millj. kr.
Vaxtagjöld lækka frá sama tímabili árið áður um 20 millj. kr. eða úr 413 millj.
kr. í 393 millj. kr. vegna lækkandi vaxtastigs erlendis. Enginn
fjármagnskostnaður var eignfærður á árinu samanborið við 34 millj. á sama
tímabili árið áður. Tekjur af gangvirðisbreytingum innbyggðra afleiða félagsins
námu 814 millj. kr. á tímabilinu samanborið við 4.915 millj. kr. á sama
tímabili árið áður. 
Samkvæmt efnahagsreikningi eru eignir HS Orku hf. þann 30. júní 2009 bókfærðar
á 35.716 millj. kr. Eignir lækkuðu um 764 millj. kr. frá ársbyrjun.

Skuldir HS Orku hf. nema 29.170 millj. kr. samkvæmt efnahagsreikningi, þar af
eru skammtímaskuldir 5.792 millj. kr. 

Árshlutareikningur HS Orku hf. var samþykktur á fundi stjórnar í dag, 31. ágúst
2009.