2011-03-17 10:00:00 CET

2011-03-17 10:00:02 CET


REGULATED INFORMATION

Islandic
Lánasjóður sveitarfélaga - Ársreikningur

Ársreikningur 2010



Góð afkoma á rekstri Lánasjóðs sveitarfélaga ohf.

Afkoma 2010

Tekjuafgangur 2010 var 1.248 m.kr. á móti 1.656 m.kr. árið áður. Lækkun vaxta á
innlendum markaði sem og minnkandi verðbólga skýra minnkandi afkomu á milli
ára, gengishagnaður vegna erlendra skulda bæta afkomuna um 321 milljón. 

Meginhlutverk sjóðsins er að tryggja sveitarfélögum, stofnunum þeirra og
fyrirtækjum lánsfé á hagstæðum kjörum. Útborguð langtímalán á árinu 2010 voru
6.378 m.kr. samanborið við 8.421 m.kr. á fyrra ári. 

Sjóðurinn hefur ekki tapað útláni frá því að hann hóf starfsemi árið 1967 og
engin vanskil voru í árslok 2010. Sveitarfélögin bera ekki ábyrgð á
skuldbindingum sjóðsins, en tryggingar fyrir útlánum hans eru í tekjum
sveitarfélaga skv. 3. mgr. 73. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 45/1998, sbr. einnig
reglugerð um tryggingar Lánasjóðs sveitarfélaga í tekjum sveitarfélags nr.
123/2006. Sjóðurinn beitti veði sínu einu sinni á árinu og í kjölfarið gerði
viðkomandi lántaki upp vanskil sín við sjóðinn. 

Eigið fé í árslok 2010 var 14.178 m.kr. á móti 12.930 m.kr. árið áður. Vegið
eiginfjárhlutfall, svonefnt CAD-hlutfall, var í árslok 2010 78% en var 67% í
árslok 2009, en þarf að vera 8% skv. lögum um fjármálafyrirtæki. 



Lánasjóðurinn verður með fjárfestakynningu á skrifstofu sjóðsins Borgartúni 30,
5. hæð, þriðjudaginn 22. mars 2011 kl. 8:30. 


Nánari upplýsingar veitir: Óttar Guðjónsson, framkvæmdastjóri, s. 515 4949.