2013-03-07 17:04:45 CET

2013-03-07 17:05:12 CET


REGULATED INFORMATION

Islandic
Fjarskipti hf. - Ársreikningur

Vodafone - ársuppgjör 2012


Hagnaður Vodafone vex milli ára

  * Tekjur samstæðunnar námu 13.345 m.kr. og hækka um 3,0% frá fyrra ári
  * EBITDA nam 2.768 m.kr. og hækkar um 14,6% milli ára
  * EBITDA leiðrétt fyrir einskiptisliðum nam 2.882 m.kr. og hækkaði um 19%
    milli ára
  * Hagnaður fyrir skatta nam 581 m.kr.


Tekjur Vodafone (Fjarskipta hf.) námu 13.345 milljónum króna  á árinu 2012 og
hækkuðu um 3,0% frá fyrra ári. Góður undirliggjandi tekjuvöxtur var í flestum
tekjuþáttum starfseminnar, en mestur vöxtur var í sjónvarpstekjum og
gagnaflutningum.

EBITDA hagnaður ársins nam 2.768 m.kr. og hækkaði um 352 m.kr. milli ára.
Skráning hlutabréfa félagsins á aðallista NASDAQ OMD Iceland kostaði 114 m.kr.
og er sá kostnaður færður meðal rekstrarkostnaðar í uppgjöri ársins. Sé EBITDA
hagnaður ársins leiðréttur fyrir þeim einskiptiskostnaði þá nam hann 2.882 m.kr.
og hækkar um 19% frá árinu 2011.

Heildareignir Fjarskipta hf. í árslok námu 16.278 m.kr. og hækkuðu um 514 m.kr.
frá upphafi ársins. Eigið fé nam 6.782 m.kr. í árslok og var eiginfjárhlutfallið
41,7%.

Ítarlegri upplýsingar um uppgjöri Fjarskipta hf. er að finna hér.


[HUG#1683820]