2024-09-16 18:03:12 CEST

2024-09-16 18:03:12 CEST


REGULATED INFORMATION

Islandic English
Heimar hf. - Aðrar upplýsingar sem birtar eru í samræmi við reglur Kauphallarinnar

Heimar hf.: Stækkun á skuldabréfaflokknum HEIMAR50 GB


Heimar hf. („Heimar“ eða „félagið“) hefur í dag lokið stækkun á skuldabréfaflokknum HEIMAR50 GB.

HEIMAR50 GB er verðtryggður skuldabréfaflokkur sem er veðtryggður með almennu tryggingarfyrirkomulagi félagsins.

Seld voru skuldabréf að nafnverði 2.000 m.kr. á ávöxtunarkröfunni 3,67% og verður heildarstærð flokksins því í kjölfar stækkunar að nafnverði 14.420 m.kr.

Áætlaður uppgjörsdagur viðskiptanna er 26. september 2024 og verður í kjölfarið óskað eftir því að skuldabréfin verði tekin til viðskipta á Aðalmarkaði Nasdaq. Tilgangur útgáfunnar er að fjármagna fjárfestingaverkefni félagsins næstu mánuði.

ACRO verðbréf hf. hafði umsjón með viðskiptunum og stækkun skuldabréfaflokksins.

Í kjölfar útgáfunnar mun græn fjármögnun Heima nema um 43% af heildarfjármögnun félagsins.

Grænu umgjörðina ásamt vottun CICERO má nálgast á vefsíðu Heima á slóðinni https://www.heimar.is/fjarfestar/fjarmoegnun/graen-fjarmoegnun/.

Nánari upplýsingar veitir:

Björn Eyþór Benediktsson – Framkvæmdastjóri fjármála – eythorb@heimar.is