2015-02-26 18:14:48 CET

2015-02-26 18:15:49 CET


REGULATED INFORMATION

Islandic
Sjóvá-Almennar tryggingar hf - Ársreikningur

Sjóvá-Almennar tryggingar hf. - Ársuppgjör 2014


Samstæðureikningur Sjóvár fyrir árið 2014 var samþykktur af stjórn og forstjóra
á stjórnarfundi þann 26. febrúar 2015. 

Afkoma Sjóvár 2014

Afkoma

  -- Hagnaður af rekstri Sjóvár árið 2014 var 1.029 m.kr. (0,65 kr. á hlut)
     samanborið við 1.790 m.kr. hagnað á sama tíma árið áður (1,12 kr. á hlut)
  -- Hagnaður fyrir skatta og afskrift óefnislegra eigna nam 1.698 m.kr. (2013:
     2.610 m.kr.)
  -- Hagnaður af vátryggingastarfsemi nam 1.472 m.kr. (2013: 1.354 m.kr.)
  -- Fjárfestingatekjur 1.297 m.kr. (2013: 2.191 m.kr.)
  -- Tap af fjárfestingarstarfsemi nam 246 m.kr. (2013: 792 m.kr. hagnaður)

Hlutföll

  -- Samsett hlutfall samstæðunnar var 95,1% (2013: 94,7%)
  -- Tjónahlutfall var 69,0% (2013: 65,1%)
  -- Kostnaðarhlutfall var 23,6% (2013: 25,0%)
  -- Endurtryggingahlutfall var 2,5% (2013: 4,6%)

Efnahagur

  -- Í lok árs nam eigið fé 17.810 m.kr. (2013: 16.781 m.kr.)
  -- Fjárfestingareignir námu 33.946 m.kr. (2013: 30.010 m.kr.)
  -- Eiginfjárhlutfall samstæðunnar var 40,2% (2013: 39,3% m.kr.)
  -- Arðsemi eigin fjár á ársgrundvelli var 5,9% (2013: 11,9%)
  -- Gjaldþolshlutfall móðurfélagsins var 4,27 eftir áætlaða arðgreiðslu, (fyrir
     arðgreiðslu: 6,03)



Afkoma Sjóvár á fjórða ársfjórðungi 2014

Afkoma

  -- Hagnaður af rekstri Sjóvár á fjórða ársfjórðungi 2014 var 614 m.kr. (0,39
     kr. á hlut) samanborið við 96 m.kr. hagnað á sama tíma árið áður (0,06 kr.
     á hlut)
  -- Hagnaður fyrir skatta og afskrift óefnislegra eigna nam 819 m.kr. en (4F
     2013: 126 m.kr.)
  -- Hagnaður af vátryggingastarfsemi nam 510 m.kr. (4F 2013: 276 m.kr. tap)
  -- Hagnaður af fjárfestingastarfsemi nam 207 m.kr. (4F 2013: 296 m.kr.)

Hlutföll

  -- Samsett hlutfall samstæðunnar var 91,0% (4F 2013: 100,6%)
  -- Tjónahlutfall var 65,4% (4F 2013: 66,4%)
  -- Kostnaðarhlutfall var 21,1% (4F 2013: 30,1%)
  -- Endurtryggingahlutfall var 4,5% (4F 2013: 4,1%)



Hermann Björnsson, forstjóri

„Góður hagnaður var af vátryggingarekstri Sjóvár og aukning frá fyrra ári.
Ávöxtun fjárfestinga var undir væntingum þar sem fjárfestingartekjur drógust
saman um 900 m.kr. á milli ára. 

Sjóvá er enn að styrkjast bæði í eignum og iðgjöldum og vaxa eigin iðgjöld um
6,3% milli ára. Eigið fé samstæðunnar í árslok nam 17.810 m.kr. en enginn arður
hefur verið greiddur til hluthafa undanfarin fimm ár. 

Tjónatíðnin hefur aukist nokkuð en hún var innan þeirra eðlilegu sveiflna sem
ávallt má vænta í tryggingum. Einstök stærri tjón og tjón vegna veðurfars og
vondrar færðar hafa þar töluverð áhrif, sér í lagi á síðustu vikum ársins.
Þrátt fyrir þessa aukningu er tjónahlutfallið sögulega lágt eða 69%. Kostnaður
félagsins vegna ökutækjatjóna hefur vaxið og verður áfram fylgst grannt með
þeirri þróun. 

Markmið um vöxt á fyrirtækjamarkaði og í persónutryggingum gengu eftir á árinu.
Það er ánægjulegt að vöxtur félagsins hefur sérstaklega verið í starfsgreinum
sem notið hafa velgengni á Íslandi þ.e. í sjávarútvegi og ferðaþjónustu.
Markmið um lækkun kostnaðar gengu eftir þrátt fyrir kostnað við skráningu
Sjóvár á hlutabréfamarkað og kjarasamningsbundnar hækkanir á árinu. Í ljósi
sterkrar eiginfjárstöðu mun stjórn félagsins leggja til við aðalfund að
greiddur verði út 4 milljarða króna arður til hluthafa auk þess sem sótt verður
heimild til endurkaupa á eigin hlutum. Eftir arðgreiðslu hefur félagið enn
sterka eiginfjárstöðu með 4,27  í gjaldþol“, segir Hermann. 

Kynningarfundur

Sjóvá býður til opins kynningarfundar um afkomu félagsins árið 2014 þann 27.
febrúar kl. 8:30. Fundurinn fer fram í höfuðstöðvum Sjóvár í Kringlunni 5 en
þar mun Hermann Björnsson forstjóri kynna uppgjörið og svara spurningum. 

Nánari upplýsingar

Allar nánari upplýsingar veitir Þórður Pálsson í síma 440-2000 eða
fjarfestar@sjova.is.