2015-02-26 23:45:00 CET

2015-02-26 23:45:02 CET


REGULATED INFORMATION

Islandic English
HS Orka hf. - Ársreikningur

HS Orka hf. birtir ársreikning fyrir 2014


Stjórn HS Orku hf. samþykkti á fundi sínum í dag ársreikning fyrirtækisins
fyrir 2014. Ársreikningurinn er gerður í samræmi við alþjóðlega
reikningsskilastaðla, IFRS og er í íslenskum krónum. Ársreikninginn má finna á
vefsíðu fyrirtækisins http://www.hsorka.is 

Helstu atriði ársreikningsins eru þessi:

Rekstartekjur fyrirtækisins hækkuðu um 6% og námu 7.479 milljónum á tímabilinu,
samanborið við 

7.031 m.kr. 2013. Hagnaður ársins nam 736 m.kr. samanborið við 355 m.kr. tap
2013. Heildarhagnaður var 679 m.kr. samanborið við 434 m.kr. tap 2013. 

EBITDA er alls 2.738 m.kr. 2014 en var 2.603 m.kr. 2013.

Lækkun á virði afleiða (framtíðarvirði orkusölusamninga sem tengjast álverði)
er 1.556 m.kr. en var 

4.138 m.kr. á árinu 2013.

Rekstur fyrirtækisins gengur vel og hækkaði EBITDA samanborið við 2013 um 5%
eða sem nam 135 m.kr. Tekjur jukust á milli ára eða um 447 m.kr. Þá hækkaði
rekstrarkostnaður um 6% eða sem nemur 359 m.kr. milli sömu tímabila. Tekjur
hafa aukist talsvert á smásölumarkaði og hafa gert  gott betur en að mæta
lækkuðum tekjum frá stórnotendum. Á kostnaðarhliðinni hefur rekstrarkostnaður
orkuvera lækkað töluvert, orkukaup hafa aukist talsvert en flutningskostnaður
lækkað örlítið. Þá hefur skrifstofu og stjórnunarkostnaður hækkað, fyrst og
fremst vegna kostnaðar við rekstur dómsmála og undirbúnings gerðardómsmáls
vegna orkusölusamnings við Norðurál í Helguvík sem reiknað er með að fari fram
á vormánuðum 2016. 

Eiginfjárhlutfall 31. desember 2014 var áfram mjög hátt eða 59,7% en var í
árslok 2013 58,0%. 





Frekari upplýsingar veitir Ásgeir Margeirsson, forstjóri HS Orku hf. í síma 855
9301.