2010-02-09 20:24:08 CET

2010-02-09 20:25:06 CET


REGULATED INFORMATION

Islandic English
Marel Food Systems hf. - Hluthafafundir

Aðalfundur verður haldinn 3. mars nk.


Aðalfundur Marel Food Systems hf. verður haldinn í höfuðstöðvum félagsins,
Austurhrauni 9, Garðabæ, miðvikudaginn 3. mars nk. kl. 15:00. 

Dagskrá:
1. Venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt 4.14 grein samþykkta félagsins.

2. Tillaga um að heimila félaginu að kaupa eigin hlutabréf.

3. Tillögur um breytingar á samþykktum:
   - Tillaga um breytingu á nafni félagsins í Marel hf.
   - Tillaga um breytingar í upptalningu mála sem tekin skulu fyrir á aðalfundi.
   - Tillaga um að lengja lágmarksboðunartíma hluthafafunda úr 14 dögum í 21
dag. 
   - Tillaga um að fjölga stjórnarmönnum úr sex í átta
   - Tillaga um að stjórn félagsins fái heimild til að hækka hlutafé félagsins
í áföngum eða í einu lagi um allt að 45.000.000 að nafnverði með útgáfu nýrra
hluta. Hluthafar falli frá forgangsrétti sínum til áskriftar að þessum nýju
hlutum, sem nýttir skulu til að uppfylla kaupréttarsamninga sem gerðir verða
við starfsmenn o.fl. samkvæmt þeirri kaupréttaráætlun sem gildir innan
félagsins á hverjum tíma. Kaupgengi hlutanna og söluskilmálar skulu vera
samkvæmt þeim samningum sem stjórn félagsins eða forstjóri gera við
hlutaðeigandi.Heimildin gildi í sex ár frá samþykkt hennar.
    - Tillaga um að taka út tilvísun um nafnverðsfjárhæð þar sem hlutafé
félagsins er breytilegt frá einum tíma til annars. 

4. Önnur mál, löglega borin fram.

Fundarstörf fara fram á ensku og íslensku.

Sérstaklega er bent á að þeir sem hyggjast gefa kost á sér til setu í stjórn
skulu tilkynna það skriflega til stjórnar félagsins að minnsta kosti fimm
sólarhringum fyrir upphaf aðalfundar. 

Til þess að tillögur frá hluthöfum sem leggja á fyrir á fundinum verði teknar
þar til umræðu verður að skila þeim til stjórnar félagsins eigi síðar en sjö
dögum fyrir fundinn. 

Frekari upplýsingar um tímafresti þá sem gilda í tengslum við rétt hluthafa til
að fá mál sett á dagskrá hluthafafundar, leggja fram ályktunartillögur fyrir
fundinn, o.fl. er að finna á vef félagsins, www.marel.com. Þar er jafnframt að
finna allar frekari upplýsingar í tengslum við aðalfundinn, þ.m.t. drög að
dagskrá fundarins, tillögur stjórnar félagsins, ársreikning félagsins fyrir
árið 2009, upplýsingar um heildarfjölda hluta og atkvæðafjölda í félaginu m.v.
9. febrúar 2010, auk upplýsinga um skjöl sem lögð verða fyrir fundinn. 

Endanleg dagskrá fundarins, ársskýrsla og tillögur verða aðgengilegar hluthöfum
á skrifstofu félagsins að Austurhrauni 9, 210 Garðabæ, sjö dögum fyrir fundinn. 

Umboðsmenn hluthafa skulu framvísa skriflegum umboðum við inngang.
Atkvæðaseðlar og önnur gögn verða aðgengileg á fundarstað frá kl. 14.30. 

Stjórn Marel Food Systems hf.