2014-02-26 17:15:16 CET

2014-02-26 17:15:43 CET


REGULATED INFORMATION

Islandic
Fjarskipti hf. - Ársreikningur

Fjarskipti hf.: Tekjuvöxtur og aukinn hagnaður á 4F. Góð afkoma á árinu 2013


Ársreikningur Fjarskipta hf. fyrir rekstrarárið 2013 var samþykktur af stjórn og
forstjóra félagsins á stjórnarfundi þann 26. febrúar 2014. Endurskoðendur
félagsins hafa endurskoðað reikninginn og áritað hann fyrirvaralausri áritun.
Ársreikningurinn verður lagður fyrir aðalfund félagsins til staðfestingar þann
26. mars nk.

Helstu upplýsingar:

  * EBITDA hagnaður 4. ársfjórðungs nam 735 m.kr. og jókst um 22% milli ára
  * EBITDA hlutfall tímabilsins var 21,4% en hagnaður nam 201 m.kr. og jókst um
    280% milli ára
  * Góð rekstarafkoma á árinu í heild og traustur efnahagur í árslok
  * EBITDA ársins 2013 nam 2.996 m.kr. og jókst um 8% milli ára
  * Hagnaður ársins 2013 nam 847 m.kr.
  * Eiginfjárhlutfall félagsins var 49,4% í árslok

Ómar Svavarsson, forstjóri:"Rekstur Vodafone gekk vel á fjórða ársfjórðungi 2013. Allir mælikvarðar úr
rekstrinum sýndu góðan árangur á tímabilinu og sterkur efnahagur félagsins
styrktist enn frekar. Tekjur tímabilsins hækkuðu milli ára, EBITDA hækkaði,
framlegð hækkaði, fjármagnsgjöld lækkuðu verulega og hagnaður tímabilsins nær
fjórfaldaðist.

Afkoma ársins 2013 í heild var góð og í takt við útgefnar horfur. Við höfðum
gert ráð fyrir talsverðum sveiflum milli ársfjórðunga og það varð raunin.
Niðurstaða ársins er því vel ásættanleg. Framlegð hækkaði um 4% frá fyrra ári,
EBITDA hækkaði um 8% og hagnaður ársins hækkaði um 112%. Fjárfestingahlutfall
ársins var 10,3% sem var innan áður uppgefinna viðmiða. Fjárhagsstaða Vodafone í
árslok var mjög sterk, skuldir höfðu lækkað og eiginfjárhlutfallið komið nálægt
50%.

Félagið varð fyrir mikilli ágjöf í framhaldi af innbroti á heimasíðu félagsins í
lok nóvember, en við höfum gripið til margvíslegra aðgerða sem allar miða að því
að styrkja félagið og koma í veg fyrir að mál af þessu tagi endurtaki sig. Við
höfum einnig lagt okkur fram um að miðla af reynslunni, svo okkar reynsla nýtist
samfélaginu öllu á tímum alþjóðlegrar netvár.
Við stöndum sterkari eftir tíðindamikið ár og hlökkum til að takast á við árið
sem er framundan með þá reynslu í farteskinu."

Kynningarfundur 27. febrúar 2014:
Opinn kynningarfundur verður haldinn fimmtudaginn 27. febrúar 2014 í
höfuðstöðvum félagsins að Skútuvogi 2. Á fundinum munu Ómar Svavarsson,
forstjóri, Hrönn Sveinsdóttir, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs, og Hrannar
Pétursson framkvæmdastjóri samskiptasviðs kynna niðurstöður ársins.
Kynningin hefst kl. 8:30 en boðið verður upp á morgunverð frá kl. 8:00.


[HUG#1764919]