2012-03-02 10:43:45 CET

2012-03-02 10:44:29 CET


REGULATED INFORMATION

Islandic
Íslandsbanki hf. - Fyrirtækjafréttir

Islandsbanki hf. : Tveir nýir flokkar sértryggðra skuldabréfa skráðir í kauphöll


Íslandsbanki hefur gefið út tvo nýja flokka sértryggðra skuldabréfa á NASDAQ OMX
Iceland hf., en Íslandsbanki var fyrsta fjármálafyrirtækið síðan í nóvember
2008 til að gefa út verðbréf í íslensku kauphöllinni í desember 2011.

Um er að ræða tvær verðtryggðar útgáfur sértryggðra skuldabréfa. Annars vegar 7
ára flokk, ISLA CBI 19, að upphæð ISK 1.830.000.000 á ávöxtunarkröfunni 2,84%,
og hins vegar 12 ára flokk, ISLA CBI 24, að upphæð ISK 1.500.000.000 á
ávöxtunarkröfunni 3,45%.   Bréfin verða tekin til viðskipta í íslensku
kauphöllinni þann 7 mars næstkomandi.

Bréfin voru seld til breiðs hóps fagfjárfesta. Heildareftirspurnin var ISK
4.950.000.000, en 67% tilboða var tekið að upphæð 3.330.000.000 krónur. Engin
tilboð voru samþykkt í óverðtryggðan flokk til 3 ára. Viðskiptavakt fyrir alla
flokka sértryggðra skuldabréfa Íslandsbanka er á vegum MP banka.

Bréfin eru gefin út samkvæmt lögum nr. 11 frá 2008 um sértryggð skuldabréf þar
sem strangar kröfur eru gerðar til útgefenda. Tryggingasafnið að baki
skuldabréfinu skal standast sérstök vikuleg álagspróf með tilliti til vaxta og
gengis gjaldmiðla. Þá hefur Fjármálaeftirlitið sérstakt eftirlit með útgáfunni,
auk þess sem sjálfstæður skoðunarmaður sinnir eftirliti.


[HUG#1590888]