2015-08-20 21:12:30 CEST

2015-08-20 21:13:32 CEST


REGLERAD INFORMATION

Isländska
Reitir fasteignafélag hf. - Ársreikningur

Rekstrarhagnaður Reita 3.039 milljónir á fyrri helmingi ársins 2015


Stjórn Reita fasteignafélags hf. hefur samþykkt árshlutareikning félagsins
fyrir fyrri helming ársins 2015. <ul><li>Leigutekjur félagsins námu 4.322 millj. kr. (2014: 4.173 millj.
kr.)</li><li>Vöxtur tekna frá fyrra ári var 3,6%</li><li>Rekstrarhagnaður (NOI)
tímabilsins var 3.039 millj. kr. (2014: 3.045 millj. kr.)</li><li>Matsbreyting
fjárfestingareigna nam 2.759 millj. kr. (2014: 1.311 millj.
kr.)</li><li>Hagnaður tímabilsins var 2.910 millj. kr. (2014: 1.672 millj.
kr.)</li><li>Virði fjárfestingareigna jókst um 5.503 millj. kr. á tímabilinu og
var 106.513 millj. kr. samanborið við 101.010 millj. kr. í lok árs
2014.</li><li>Eigið fé í lok tímabilsins var 43.033 millj. kr. (2014: 39.948 
millj. kr.)</li><li>Eiginfjárhlutfall var 39,6%. (2014:
39,1%)</li><li>Vaxtaberandi skuldir í árslok námu 57.637 millj. kr. (2014:
55.204 millj. kr.)  </li></ul>Guðjón Auðunsson, forstjóri: <em style="font-size: 11pt;">„Uppgjör Reita fyrir tímabilið janúar til júní
2015 lýsir áfram þeim mikla stöðugleika sem félagið býr við. Það er mat
stjórnenda að afkoma fyrstu sex mánuði ársins hafi verið í takti við væntingar
þeirra og að áætlanir hafi að stærstum hluta gengið eftir. Þó voru uppi
væntingar um bætta nýtingu eignasafnsins milli ára, en dregið hefur úr þeim
væntingum, aðallega vegna óróa á vinnumarkaði fyrri hluta ársins.
Nýtingarhlutfallið reiknað af tekjum er þó áfram mjög gott, eða rúmlega 95%.
Arðsemi eigin fjár félagsins á tímabilinu nam 14% á ársgrundvelli. 

Í byrjun apríl sl. gekk félagið frá kaupum á félaginu Reitir Hótel Ísland ehf.,
sem á fasteignina að Ármúla 9. Hið nýja dótturfélag er hluti af samstæðu
félagsins frá og með 1. apríl 2015. Reitir hafa ekki fjárfest í öðrum stærri
fjárfestingaeignum það sem af er árinu, en stöðugt er unnið að minni og stærri
endurbótaverkefnum innan eignasafnsins í þeim tilgangi að styrkja safnið og
bæta gæði þess. Það er áfram stefna Reita að fjárfesta í nýjum eignum sem falla
að fjárfestingastefnu félagsins og tryggja eigendum þess ásættanlega ávöxtun.“ 

Rekstrarafkoma fyrri árshelmings

Leigutekjur fyrri árshelmings námu 4.322 millj.kr. samanborið við 4.173 millj.
kr. á sama tímabili árið áður. Góð fylgni leigutekna við verðlag heldur áfram
en að auki skýra eignir sem keyptar hafa verið hluta hækkunar á milli ára. 

Rekstarkostnaður fjárfestingareigna nam 1.070 millj. kr. samanborið við 927
millj. kr. á sama tímabili árið 2014. Tímasetning og umfang viðhalds og
endurbóta milli ára og breytingar í fasteignagjöldum skýra nær alla breytingu á
milli ára. 

Stjórnunarkostnaður félagsins jókst lítillega milli ára og nam 213 millj. kr.
samanborið við 201 millj. kr. árið áður. Á fyrsta ársfjórðungi var gjaldfærður
87 millj. kr. kostnaður sem tengist skráningu hlutabréfa félagsins og
skuldabréfaflokks þess í kauphöll í byrjun aprílmánaðar. 

Rekstrarhagnaður fyrir matsbreytingu, fjármagnsliði og kostnað við skráningu
var 3.039 millj. kr. samanborið við 3.045 millj. kr. árið áður. 

Fjárfestingareignir og fjármögnun

Við mat á fjárfestingareignum eru þær metnar á gangvirði með sömu aðferðafræði
og í ársreikningi félagsins. Matið tekur mið af breytingum í rekstrarumhverfi
félagsins, nýju fasteignamati fyrir árið 2016 og lækkun á ávöxtunarkröfu
verðtryggðra skuldabréfa sem lækkar veginn meðalkostnað fjármagns (WACC)
lítillega. Hækkun á mati fjárfestingareigna nam 2.759 millj. kr. samanborið við
1.311 millj. kr. á sama tímabili árið áður. Á fyrri árshelmingi fjárfesti
félagið í fjárfestingareignum fyrir tæpa 4.000 millj. kr. en stærsta
fjárfestingin var félag sem er eigandi Hótels Íslands að Ármúla 9. Seldar
eignir á tímabilinu nema rúmum 1.200 millj. kr. 

Fjármagnsgjöld árshlutans námu 2.061  millj. kr. samanborið við 2.221 millj.
kr. fyrir sama tímabil árið áður. Meðalkjör af verðtryggðri fjármögnun
félagsins eru um 4,0%. Litlar breytingar voru á samsetningu skulda félagsins á
fyrri árshelmingi og námu vaxtaberandi skuldir 57.637 millj. kr. í lok
fjórðungsins samanborið við 55.204 í lok árs 2014. 

Horfur fyrir árið 2015

Í tengslum við birtingu afkomu fyrsta ársfjórðungs gaf félagið út afkomuhorfur
fyrir árið í heild. Áætlað var að rekstrartekjur yrðu á bilinu 8.850 til 8.950
millj. kr. og að rekstrarhagnaður fyrir matsbreytingu og fjármagnsliði yrði á
bilinu 6.250 til 6.350 millj. kr. 

Engar stórar breytingar hafa átt sér stað í rekstrarhorfum fyrir árið að
undanskildum þeim eignum sem seldar voru á öðrum ársfjórðungi. Vegna þeirrar
sölu má vænta að tekjur og NOI ársins 2015 verði við neðri mörk þess bils sem
gefið var upp fyrir árið. 

Kynningarfundur

Reitir bjóða fjárfestum og markaðsaðilum á opinn fund þar sem Guðjón Auðunsson,
forstjóri, og Einar Þorsteinsson, fjármálastjóri, munu kynna uppgjör
fjórðungsins. Fundurinn verður haldinn föstudaginn 21. ágúst kl. 8:30 í
fundarsal á jarðhæð Centerhotel Plaza við Ingólfstorg, 101 Reykjavík.
Kynningarefni fundarins er aðgengilegt á fjárfestasíðu Reita,
www.reitir.is/fjarfestar. 

Frekari upplýsingar

Nánari upplýsingar veita Guðjón Auðunsson, forstjóri, í síma 575 9000 eða 660
3320 og Einar Þorsteinsson, fjármálastjóri, í síma 575 9000 eða 669 4416. 

Um Reiti

Reitir sérhæfa sig í þjónustu og rekstri atvinnuhúsnæðis með áherslu á
verslunarhúsnæði, skrifstofuhúsnæði og hótelbyggingar á höfuðborgarsvæðinu.
Heildareignir Reita í lok annars ársfjórðungs 2015 námu rúmum 108 milljörðum
króna. Fasteignir í eigu félagsins eru um 130 talsins og um 410 þúsund
fermetrar að stærð. Meðal þeirra má nefna stærstan hluta Kringlunnar, Hilton
Reykjavík Nordica, Icelandair hótel Reykjavík Natura, Kauphallarhúsið og
nokkrar af perlum íslenskrar byggingarsögu í miðbæ Reykjavíkur. Stærstu
leigutakar Reita eru Hagar, Flugleiðahótel, ríki og sveitarfélög samtals með
tæpan helming tekna félagsins.