2012-06-25 18:00:00 CEST

2012-06-25 18:00:02 CEST


REGLAMENTUOJAMA INFORMACIJA

Islandų
Orkuveita Reykjavíkur - Fyrirtækjafréttir

Lánshæfiseinkunn Orkuveitunnar hækkar


Reykjavík, 2012-06-25 18:00 CEST (GLOBE NEWSWIRE) -- Árangur í rekstri
Orkuveitunnar er höfuðástæða þess að matsfyrirtækið Reitun ehf. hefur hækkað
grunneinkunn fyrirtækisins í B-. Heildareinkunn OR í matskerfi Reitunar er
áfram B+. 

Í samantekt skýrslu Reitunar segir:

„Í öllum meginatriðum fylgir félagið áætlunum sínum, arðsemismarkmiðum rekstrar
og uppbyggingu handbærs fjár þrátt fyrir rekstrartap sem myndast vegna
neikvæðrar þróunar gengis og álverðs. Skuldahlutföll hafa lækkað og það
styttist í að þau verði viðunandi. Bókfært virði eigna í árslok 2011 stenst
virðisrýrnunarpróf sem byggir á markmiðum fyrirtækisins um arðsemi og
verðlagningu. 

Reykjavíkurborg hefur sýnt það og sannað að hún er öflugur bakhjarl fyrir
félagið og getur stutt það fjárhagslega þegar þörf er á og vilji er til. Reitun
hefur í kjölfarið ákveðið að hækka grunneinkunn um eitt þrep í B- en
heildareinkunn helst þrátt fyrir það óbreytt í B+. Forsendur fara að myndast
til að huga að endurmati til hækkunar á heildareinkunn ef þróun heldur áfram
sem verið hefur og félagið dragi enn frekar úr markaðsáhættu sinni. Áður en það
verður gert þarf að skoða betur fjárhagslega burði eigenda til að standa við
ábyrgð sína ef þörf krefði.“ 

Skýrslan er í viðhengi.



         Nánari upplýsingar:
         Bjarni Bjarnason
         forstjóri
         516 7707