2012-06-26 14:50:35 CEST

2012-06-26 14:51:36 CEST


REGULATED INFORMATION

Islandic
Reginn hf. - Fyrirtækjafréttir

Reginn hf. gerir samninga um viðskiptavakt við Landsbankann og Íslandsbanka


Reginn hf (REGINN) hefur gert samning við Landsbankann um viðskiptavakt á
útgefnum hlutabréfum félagsins sem skráð eru í NASDAQ OMX Nordic. Samningurinn
tekur gildi frá og með 2. Júlí 2012. Tilgangur samningsins er að efla viðskipti
með hlutabréf REGINN í NASDAQ OMX Nordic í því skyni að markaðsverð skapist á
hlutabréfunum og verðmyndun verði með skilvirkum og gagnsæjum hætti. 

Landsbankinn mun daglega setja fram, í eigin reikning, kaup- og sölutilboð í
hlutafé REGINN, að lágmarki kr. 500.000 að nafnvirði á gengi sem Landsbankinn
ákveður í hvert skipti. Tilboðin skulu endurnýjuð innan 15 mínútna eftir að
þeim er tekið að fullu. Hámarksmunur á kaup- og sölutilboðum skal ekki vera
meiri en 1,5 % og frávik frá síðasta viðskiptaverði ekki meira en 3%. 
Hámarksfjárhæð viðskipta dag hvern sem Landsbankinn er skuldbundinn til að
kaupa eða selja skal vera kr. 50.000.000,- að markaðsvirði. 





Reginn hf (REGINN) hefur gert samning við Íslandsbanka um viðskiptavakt á
útgefnum hlutabréfum félagsins sem skráð eru í NASDAQ OMX Nordic. Samningurinn
tekur gildi frá og með 2. Júlí 2012. Tilgangur samningsins er að efla viðskipti
með hlutabréf REGINN í NASDAQ OMX Nordic í því skyni að markaðsverð skapist á
hlutabréfunum og verðmyndun verði með skilvirkum og gagnsæjum hætti. 

Íslandsbanki mun daglega setja fram, í eigin reikning, kaup- og sölutilboð í
hlutafé REGINN, að lágmarki kr. 500.000 að nafnvirði á gengi sem Íslandsbanki
ákveður í hvert skipti. Tilboðin skulu endurnýjuð innan 10 mínútna eftir að
þeim er tekið að fullu. Hámarksmunur á kaup- og sölutilboðum skal ekki vera
meiri en 1,5 %.  Eigi ISB viðskipti með bréf félagsins fyrir 5.000.000 kr. eða
meira að nafnvirði í sjálfvirkri pörun („automatch“) innan dags, falla niður
skyldur um hámarksmun kaup- og sölutilboða innan þess dags.