2014-02-26 15:44:44 CET

2014-02-26 15:45:44 CET


REGULATED INFORMATION

Islandic
HB Grandi hf. - Notice to convene annual general meeting (is)

HB Grandi hf. – Aðalfundur 21. mars 2014


Aðalfundur HB Granda hf. verður haldinn föstudaginn 21. mars 2014 í matsal
félagsins að Norðurgarði 1, 101 Reykjavík og hefst hann klukkan 17:00. 



Á DAGSKRÁ FUNDARINS VERÐA:



  1. Venjuleg aðalfundarstörf 
skv. 18. gr. samþykkta félagsins.
  2. Tillögur að nýjum samþykktum
 fyrir félagið. Hinar nýju samþykktir byggja að mestu á núgildandi
     samþykktum en breytast til samræmis kröfum sem gerðar eru til félaga sem
     skráð eru á skipulegum verðbréfamarkaði. Tekin eru upp ákvæði um rafræn
     samskipti við hluthafa, rafræna hluthafafundi, boðunarfrestir hluthafafunda
     lengdir, ákvæði um kynjahlutföll við stjórnarkjör og fellt niður kjör
     varamanns í stjórn. Tillögurnar liggja frammi á skrifstofu félagsins og á
     heimasíðu þess og þar geta hluthafar nálgast þær.
  3. Tillaga um heimild til félagsstjórnar um kaup á eigin hlutum skv. 55. gr.
     hlutafélagalaga.
  4. Önnur mál
.

Réttur hluthafa til að fá mál sett á dagskrá hluthafafundar og kosning:

Hver hluthafi á rétt á því að fá ákveðin mál tekin til meðferðar á
hluthafafundi ef hann gerir um það skriflega eða rafræna kröfu til
félagsstjórnar með það löngum fyrirvara að unnt sé að taka málið á dagskrá
fundarins sem lögð verður fram tveimur vikum fyrir fundinn. Þannig skulu óskir
hluthafa liggja fyrir eigi síðar en kl. 17:00 föstudaginn 7. mars 2014. Nánari
upplýsingar er að finna á heimasíðu félagsins www.hbgrandi.is. 



Á hluthafafundum fylgir eitt atkvæði hverri einni krónu í hlutafé.  Eigin bréf
félagsins njóta ekki atkvæðisréttar. 



Atkvæðaseðlar og fundargögn verða afhent á fundarstað.



Hluthafar sem ekki eiga kost á að sækja fundinn, geta:

a) veitt öðrum skriflegt umboð

b) greitt atkvæði skriflega



Þeim hluthöfum sem hyggjast nýta sér annan hvorn þessara kosta er bent á að
kynna sér á heimasíðu félagsins hvernig þeir skuli bera sig að.  Þar er að
finna leiðbeiningar um skráningu og form skjala og hvernig þeim skuli skilað
til félagsins. 



Aðrar upplýsingar



Endanleg dagskrá og öll skjöl sem lögð verða fyrir aðalfundinn, þ.m.t.
ársreikningur félagsins, nýjar samþykktir og tillögur, eru hluthöfum tiltæk á
heimasíðu félagsins frá og með 7. mars 2014, kl. 17:00 og á skrifstofu
félagsins frá sama tíma á venjulegum skrifstofutíma. 



Hluthöfum er bent á að skv. 63. gr. hlutafélagalaga skal tilkynna skriflega,
minnst fimm dögum fyrir hluthafafund, um framboð til stjórnar. Tilkynnt verður
um framkomin framboð tveimur dögum fyrir aðalfundinn. 



Allar nánari upplýsingar um aðalfundinn er að finna á vefsíðu félagsins,
www.hbgrandi.is. 





Stjórn HB Granda hf.