2018-07-19 17:36:08 CEST

2018-07-19 17:36:08 CEST


REGULATED INFORMATION

Islandic
Hagar hf. - Innherjaupplýsingar

Vegna samruna Haga hf., Olíuverzlunar Íslands hf. og DGV ehf.


Hagar munu endurskoða útfærslu framboðinna skilyrða til sáttar

Hagar sendu inn nýja samrunatilkynningu 28. mars sl. vegna samruna Haga, Olíuverzlunar Íslands (Olís) og DGV, með uppfærðum tillögum að skilyrðum, eftir að hafa afturkallað fyrri tilkynningu hinn 8. mars sl. Eftir frummat Samkeppniseftirlitsins á nýrri samrunatilkynningu og eftir samskipti Haga og Samkeppniseftirlitsins sendu Hagar aftur inn uppfærðar tillögur að skilyrðum sem félagið væri reiðubúið að undirgangast. Var tilkynnt um þær tillögur þann 3. júlí sl. Þær tillögur fólu í sér umfangsmikil og fjölþætt skilyrði, þar sem m.a. var boðin sala tiltekinna verslana og eldsneytisstöðva, sem uppfylltu leiðbeiningar stjórnvaldsins um veltumörk seldra eigna.      

Hagar hafa nú átt fund með Samkeppniseftirlitinu þar sem fram kom það frummat stjórnvaldsins að endurskoða þyrfti framlögð skilyrði með hliðsjón af tilteknum athugasemdum Samkeppniseftirlitsins, svo grundvöllur væri til sáttar í málinu. Hagar hafa nú tekið ákvörðun um að endurskoða útfærslu framlagðra skilyrða og eftir atvikum leggja fram tillögu um endurbætta útfærslu þeirra. Málinu getur því enn lokið með setningu skilyrða fyrir samrunanum eða ógildingu hans.

Kaupsamningurinn er sem fyrr segir háður fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlitsins, gagnvart öllum framboðnum skilyrðum og því verður ekki gengið frá viðskiptunum fyrr en afstaða Samkeppniseftirlitsins liggur fyrir.


Nánari upplýsingar veitir Finnur Árnason, forstjóri Haga hf., í síma 530-5500.