2011-02-08 12:30:00 CET

2011-02-08 12:30:02 CET


REGULATED INFORMATION

Islandic English
Orkuveita Reykjavíkur - Fyrirtækjafréttir

Bjarni Bjarnason ráðinn forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur



Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur (OR) hefur ákveðið að ráða Bjarna Bjarnason
jarðfræðing og verkfræðing forstjóra fyrirtækisins. Hann tekur við starfinu af
Helga Þór Ingasyni, sem ráðinn var tímabundið í ágúst 2010. Bjarni tekur til
starfa 1. mars. Umsækjendur um starfið voru sextíu talsins. 
Bjarni hefur verið forstjóri Landsvirkjunar Power, dótturfélags Landsvirkjunar
frá 2008 en áður var hann  framkvæmdastjóri orkusviðs Landsvirkjunar um sjö ára
skeið. Bjarni hefur sinnt ýmsum stjórnunarstörfum á ferli sínum, m.a. sem
tæknistjóri Jarðborana hf, framkvæmdastjóri Kísiliðjunnar í Mývatnssveit og
forstjóri Íslenska járnblendifélagsins á Grundartanga. Bjarni er varaforseti
Alþjóða Vatnsorkusamtakanna, International Hydropower Association. 
Bjarni las jarðfræði í Háskóla Íslands og lauk B.Sc. prófi árið 1981. Þá tók
hann licentiat-próf í námaverkfræði frá Tækniháskólanum í Luleå í Svíþjóð 1986.