2016-07-15 16:25:48 CEST

2016-07-15 16:25:48 CEST


SÄÄNNELTY TIETO

Islanti
Fagfjárfestasjóðurinn ORK - Fyrirtækjafréttir

FORK 17 0901 – Tilboð varðandi skuldabréfaeign sjóðsins


Fagfjárfestasjóðurinn ORK er útgefandi skuldabréfaflokksins FORK 17 0901 sem er
skráður hjá Nasdaq Íslandi. Stærsta eign sjóðsins er skuldabréf útgefið af
Magma Energy Sweden (Magma bréfið) og nýverið gerði útgefandi sjóðnum tilboð
varðandi breytingar á skilmálum bréfsins. Tilboðið fól í sér að gjalddagi
höfuðstóls skuldabréfsins verði 16. júlí 2017 í stað 16. júlí 2016 og jafnframt
að vextir skuldabréfsins verði 5,0% frá og með 16. júlí 2016 í stað núverandi
vaxtaprósentu 3,5%. 

Fagfjárfestasjóðurinn ORK hefur samþykkt að gera breytingar á skilmálum Magma
bréfsins í samræmi við ofangreint tilboð og hefur verið gengið frá skjölum þar
að lútandi og þau undirrituð. Útgefandi mun greiða vexti samkvæmt ákvæðum
bréfsins á gjalddaga. 

Nánari upplýsingar veitir Rekstrarfélag Virðingar hf. sem er rekstraraðili
útgefanda í síma 5856500