2012-07-13 16:58:42 CEST

2012-07-13 16:59:43 CEST


REGULATED INFORMATION

Islandic English
Eyrir Invest ehf. - Fyrirtækjafréttir

Eyrir tryggir langtímafjármögnun


Eyrir Invest hf. hefur tryggt sér langtímafjármögnun frá innlendum bönkum með
lokagjalddögum 2016 og 2017 að andvirði samtals 2.100 milljónir íslenskra
króna.  Þar af eru 2.000 milljónir sem bera REIBOR + 3% vexti er greiðast á sex
mánaða fresti með gjalddaga í maí 2015, framlengjanlegt til 2016 og 100
milljónir á breytilegum verðtryggðum vöxtum, nú 5,35%, sem greiðast á sex
mánaða fresti með gjalddaga í maí 2017. 

Til tryggingar lánunum hefur Eyrir veitt lánveitendum veð í skráðum verðbréfum.
Tilgangur fjármögnunarinnar er lausafjárstýring Eyris Invest hf. og
fjárfestingar. 

Um Eyrir Invest

Eyrir er alþjóðlegt fjárfestingarfélag sem leggur ríka áherslu á virka þátttöku
í rekstri og stefnumörkun lykileigna sinna. Kjölfestueignir Eyris eru 33%
hlutur í Marel og 17% hlutur í Stork BV sem á og rekur iðnfyrirtækin Stork
Technical Services og Fokker Technologies. Á síðustu árum hefur Eyrir aukið
vægi sprotafjárfestinga í eignasafni sínu. „Kaupa og styðja til vaxtar“ stefna
Eyris hefur skilað góðri ávöxtun frá stofnun félagsins árið 2000 

www.eyrir.is