2016-11-30 16:36:51 CET

2016-11-30 16:36:51 CET


REGULATED INFORMATION

Islandic
Byggðastofnun - Fyrirtækjafréttir

Skuldabréfaútboð – BYG 16 1


Miðvikudaginn 30. nóvember hélt Byggðastofnun útboð á nýjum skuldabréfaflokki
BYG 16 1. Fór útboðið fram með hollensku sniði. Fer uppgjör viðskipta fram
þriðjudaginn 6. desember 2016. 

Alls bárust tilboð í BYG 16 1 að nafnverði kr. 4.370.000.000. Boðin var
ávöxtunarkrafa á bilinu 2,90% til 3,29%. Ákveðið var að taka tilboðum að
nafnvirði kr. 2.000.000.000 á ávöxtunarkröfunni 3,10%. 

Skuldabréfin bera 3,08% fasta verðtryggða vexti, og bera jafnar greiðslur.
Lokagjalddagi þeirra er 6. desember 2031. Stefnt er að töku skuldabréfanna til
viðskipta á Aðalmarkaði Nasdaq Iceland fyrir árslok 2016. 

Markaðir Íslandsbanka hf. höfðu umsjón með sölu skuldabréfanna og töku þeirra
til viðskipta. 

Nánari upplýsingar veitir:
Magnús Helgason, forstöðumaður rekstrarsviðs
Sími: 455 5400
e-mail: magnus@byggdastofnun.is