2016-12-05 11:05:49 CET

2016-12-05 11:05:49 CET


BIRTINGARSKYLDAR UPPLÝSNINGAR

Íslenska
N1 hf. - Fyrirtækjafréttir

N1 hf: Breytingar á viðskiptavakt


N1  hf. hefur gert samninga um viðskiptavakt við Arion banka hf. og Landsbankann
hf.  Tilgangur samninganna er  að efla viðskipti  með hlutabréf félagsins, í því
skyni  að  auka  seljanleika  hlutabréfanna,  skapa  markaðsverð  og  tryggja að
verðmyndun hlutabréfanna verði með skilvirkum og gagnsæjum hætti.

Bankarnir  munu setja daglega fram, fyrir  eigin reikning, kaup- og sölutilboð í
hlutafé  N1. Fjárhæð kaup-  og sölutilboða skal  að lágmarki vera kr. 250.000 að
nafnvirði  á gengi sem bankarnir ákveða í  hvert skipti. Hámarksmunur á kaup- og
sölutilboðum   skal   ekki  vera  meiri  en  1,5% og  skal  frávik  frá  síðasta
viðskiptaverði ekki vera meira en 3%. Tilboðin skulu endurnýjuð innan 15 mínútna
eftir  að þeim er tekið að fullu. Breytist verð á hlutabréfum í N1 innan dagsins
um  meira  en  10% er  bönkunum  heimilt  að  tvöfalda  hámarks  mun  á kaup- og
sölutilboðum það sem eftir er dagsins. Hámarksfjárhæð heildarviðskipta dag hvern
sem  hvor banki  er skuldbundinn  til að  kaupa eða  selja skal  vera a.m.k. kr.
200.000.000,- að markaðsvirði.

Framangreindir  samningar taka gildi frá og með undirritun samninganna, þ.e. frá
deginum í dag, 5. desember 2016.

Samningur félagsins við Íslandsbanka um viðskiptavakt rennur út þann 7. desember
n.k.   Samkvæmt   því   verður   miðvikudagurinn   7. desember   síðasti   dagur
viðskiptavaktar Íslandsbanka.

Nánari  upplýsingar veita Eggert Þór Kristófersson, forstjóri, (eggert@n1.is) og
Pétur Hafsteinsson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs, (peturh@n1.is).


[]