2025-02-19 16:00:00 CET

2025-02-19 16:00:00 CET


REGULATED INFORMATION

Islandic
Veðskuld III hs. - Aðrar upplýsingar sem birtar eru í samræmi við reglur Kauphallarinnar

Veðskuld III: Aðrar upplýsingar sem birtar eru í samræmi við reglur Kauphallarinnar


Veðskuld III (hér eftir „útgefandi“) gaf út skuldabréfaflokkinn VEDS3 17 01, sem var tekinn til viðskipta hjá NASDAQ OMX Iceland hf. 28. nóvember 2024. Með vísan í gr. 2.4 (iv) reglna Kauphallarinnar fyrir útgefendur skuldabréfa, frá 1. janúar 2025, birtir útgefandi meðfylgjandi upplýsingar.

Mótaðilar útgefanda voru 19 talsins þann 31.12.2024. Hlutföll mótaðila af heildarlánasafni útgefanda eru á bilinu 1,1%-12,7% og veðhlutföll, m.v. virði undirliggjandi veða á útgáfudegi veðskuldabréfa, eru á bilinu 41,3%-86,7% og hafa lækkað. Áætlað er að greiðsluflæði veðskuldabréfa útgefanda vegna ársins 2025 verði um 802 m.kr. Engin lán voru gjaldfallin þann 31.12.2024.

Nánari upplýsingar veitir starfsfólk Kviku eignastýringar hf. í síma 522-0010 eða í tölvupósti á sjodastyring@kvikaeignastyring.is.