2008-10-03 11:39:44 CEST

2008-10-03 11:40:45 CEST


REGULATED INFORMATION

Islandic
Reykjavíkurborg - Ársreikningur

- Árshlutareikningur fyrir tímabilið janúar - júní 2008


Árshlutareikningur Reykjavíkurborgar fyrir tímabilið janúar - júní 2008 er til
afgreiðslu í borgarráði í dag fimtudaginn 2. október. 

Rekstur Reykjavíkurborgar skiptist í A hluta og B hluta. Til A hluta telst
starfsemi sem að hluta eða öllu leyti er fjármögnuð með skatttekjum. Um er að
ræða Aðalsjóð, þ.e. rekstur málaflokka,  og Eignasjóð. Til B hluta teljast
fjárhagslega sjálfstæð fyrirtæki sem að hálfu eða meirihluta eru í eigu
borgarinnar, en rekstur þeirra er að stofni til fjármagnaður með
þjónustutekjum. Fyrirtækin eru: Aflvaki hf., Bílastæðasjóður Reykjavíkur,
Faxaflóahafnir sf., Félagsbústaðir hf., Íþrótta- og sýningarhöllin hf.,
Malbikunarstöðin Höfði hf., Orkuveita Reykjavíkur, Skíðasvæði
höfuðborgarsvæðisins, Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins bs., Sorpa bs. og Strætó
bs. 

Í fjárhagsáætlun tímabilsins fyrir A hluta var gert ráð fyrir því að niðurstaða
fyrir fjármagnsliði yrði jákvæð um 2,7 milljarða króna og heildarniðurstaða
ársins jákvæð um 4,4 milljarða króna. Fyrir A og B hluta var gert ráð fyrir í
áætlun tímabilsins um 7,3 milljarða króna jákvæðri niðurstöðu fyrir
fjármagnsliði og jákvæðri heildarniðurstöðu um 5,6 milljarða króna. 

Tekjur samstæðu A og B hluta eru um 6,9 milljörðum króna lægri en áætlun gerði
ráð fyrir.  Meginskýringin er sú að sala á byggingarétti varð mun minni en
áætlun gerði ráð fyrir og skatttekjur eru lægri vegna lækkunar útsvarstekna.
Hvað gjaldahliðina varðar þá eru rekstrargjöld samstæðu A og B hluta lægri en
áætlun sem nemur 1,9 milljörðum. 

Fjármunatekjur A hluta voru 1,1 milljarði lægri en áætlað var sem skýrist að
mestu af lækkun íslensku krónunnar. Fjármagnsgjöld A og B hluta voru hins vegar
23,3 milljörðum yfir áætlun, sem skýrist hárri verðbólgu tímabilsins og
gengislækkun krónunnar. 

Eignir A hluta eru 98 milljarðar, hækka úr 88,5 milljörðum króna eða um 9,5
milljarða.  Skuldir A hluta hækka úr 16,4 milljörðum í 25,5 milljarða eða um
9,1 milljarð og skuldbindingar hækka um 0,8 milljarða, úr 14,0 milljörðum í
14,8 milljarða.  Eigið fé A hluta lækkar um 0,4 milljarða úr 58,1 milljarði í
57,7 milljarða, sem skýrist af rekstrarniðurstöðu. 
Eignir A og B hluta nema nú 351,7 milljörðum króna og hafa vaxið um 37,5
milljarða króna á tímabilinu. Heildarskuldir A og B hluta að frátöldum
skuldbindingum eru 194,6 milljarðar króna en voru 135,9 milljarðar króna í
árslok 2007 og hafa því aukist um 58,7 milljarða króna. Skuldbindingar lækkuðu
um 2,2 milljarða króna á tímabilinu. 

Eigið fé A og B hluta lækkar um 19,0 milljarða úr 158,8 milljörðum í 139,8
milljarða, 

Veltufjárhlutfall hjá A og B hluta var 1,65 í lok tímabils á móti 1,68 í árslok
2007.  Hjá A hluta  var hlutfallið 1,80 í lok tímabilsins en 2,62 í árslok 2007.