2014-04-28 17:44:26 CEST

2014-04-28 17:45:27 CEST


REGULATED INFORMATION

Islandic
Kópavogsbær - Fyrirtækjafréttir

Kópavogsbæ stefnt


Kópavogsbæ hefur verið birt stefna af hálfu hluta erfingja Sigurðar K.
Hjaltested fyrrum ábúenda á Vatnsenda. Er aðalkrafa stefnenda sú að Kópavogsbær
greiði þeim kr. 74.811.389.954 vegna eignarnáms á landi í Vatnsenda árin 1992,
1998, 2000 og 2007. Fjárhæð varakröfu er kr. 47.558.500.000. Málið verður
þingfest 5. nóvember 2014. Kópavogsbær mun taka til varna í málinu og telur að
stefnendur eigi enga kröfu á hendur bænum. 

Þær kröfur sem stefnendur setja fram í stefnu hafa ekki verið kynntar áður
fyrir Kópavogsbæ. 

Ágreiningur aðila snýst m.a. um það hvort Kópavogsbæ hafi verið heimilt að
ráðstafa eignarnámsbótum árin 1992, 1998, 2000 og 2007 til þáverandi þinglýstra
eigenda Vatnsenda. Eignarnámin fóru fram á grundvelli heimildar frá opinberum
stofnunum og ráðherra.