2008-11-28 16:49:15 CET

2008-11-28 16:50:16 CET


REGULATED INFORMATION

Islandic English
Lánamál ríkisins - Fyrirtækjafréttir

Tilkynning um útboð ríkisbréfa - RIKB 10 0317


Miðvikudagur 3. desember klukkan 14:00 fer fram útboð á óverðtryggðum
ríkisbréfum með tilboðsfyrirkomulagi hjá Seðlabanka Íslands f.h. ríkissjóð. 

Um er að ræða flokk ríkisbréfa, RIKB 10 0317, sem ber 7,00% vexti sem greiddir
eru árlega. Lokagjalddagi bréfsins er 17. mars 2010. 

Seðlabankinn áskilur sér rétt f.h. ríkissjóðs til að samþykkja öll tilboð sem
berast, hluta eða hafna þeim öllum.  Einungis aðalmiðlurum ríkisskuldabréfa er
heimilt að gera tilboð í útboðinu en þeir annast einnig tilboðsgerð fyrir
fjárfesta. Lágmark hvers tilboðs er ein milljón króna að nafnvirði. 

Útboðið verður með hollensku sölufyrirkomulagi sem þýðir að öll samþykkt tilboð
bjóðast aðalmiðlurum á sama verði. Lægsta samþykkta verð ræður söluverðinu. Að
öðru leyti er vísað í útboðsskilmála sem fylgja þessari frétt. 

Greiðslu- og uppgjörsdagur er föstudagur 12. desember 2008 sem er sami dagur og
gjalddagi er á RIKB 08 1212. 

Í þessu útboði óskar Seðlabankinn fyrir hönd ríkissjóðs eftir kauptilboðum í
eftirfarandi flokki: 

Flokkur	          				
Lokagjalddagi
17.03.2010

Útistandandi fjárhæð
36.349 m.kr.

Lánstími
1,3 ár

Eftir að niðurstöður útboðs ríkisbréfa liggja fyrir mun Seðlabankinn f.h.
ríkissjóðs bjóða jafnvirði 10%, reiknuð af nafnverði þess sem selt var í
útboðinu, til aðalmiðlara á ávöxtunarkröfu samþykktra tilboða allt til kl.
14:00 föstudaginn 5. desember.  Hver aðalmiðlari sem á samþykkt tilboð í
undangengnu útboði öðlast kauprétt í hlutfalli af keyptu magni. Greiðslu- og
uppgjörsdagur fyrir þessi viðskipti er 12. desember 2008. 

Fyrirhugað er að Seðlabankinn haldi annað útboð á nýjum 2ja ára flokki 10.
desember næstkomandi. 

Nánari upplýsingar veitir Björgvin Sighvatsson, lánamálum ríkisins á alþjóða-
og markaðssviði Seðlabanka Íslands, í síma 569 9633.