2014-04-01 13:15:40 CEST

2014-04-01 13:16:41 CEST


REGULATED INFORMATION

Islandic
Skipti hf. - Fyrirtækjafréttir

Skipti hf. selja Síminn Danmark


Telia Danmark, dótturfélag TeliaSonera, hefur keypt Síminn Danmark, dótturfélag
Símans í Danmörku. 

Orri Hauksson, forstjóri Símans:  „Salan á Síminn Danmark er liður í þeirri
stefnu okkar að einbeita okkur að starfseminni á Íslandi, sem kom meðal annars
fram í skipulagsbreytingunum sem gerðar voru á samstæðunni í febrúar sl.  Þá
kynntum við að til stæði að sameina rekstur Símans og Skipta undir heiti
Símans, með það fyrir augum að ná fram aukinni hagkvæmni í rekstrinum.“ 

Síminn Danmark, sem stofnaður var í Danmörku í kjölfar kaupa Símans á tveimur
fjarskiptafyrirtækjum þar í landi árið 2007, hefur sérhæft sig í lausnum á
fyrirtækjamarkaði. Tekjur Síminn Danmark námu 83,4 milljónum danskra króna á
síðasta ári, sem eru tæplega 1,750 milljónir íslenskra. Um 2,880 fyrirtæki eru
í viðskiptum við Síminn Danmark, þar starfa 42 starfsmenn, sem verða nú hluti
af starfsmannahópi Telia. 

Kaupverð er trúnaðarmál. Salan hefur ekki veruleg áhrif á efnahag Skipta hf. en
mun hafa jákvæð áhrif á sjóðstreymi. 



Frekari upplýsingar veitir Pétur Þ. Óskarsson, yfirmaður samskipta Símans hf.

petur@siminn.is, s. 863-6075.