2012-07-25 16:00:00 CEST

2012-07-25 16:01:07 CEST


REGULATED INFORMATION

Islandic
Össur hf. - Ársreikningur

Össur - Annar ársfjórðungur 2012


ÁGÆTUR  SÖLUVÖXTUR

Sala - Söluvöxtur var ágætur eða 3%, mælt í staðbundinni mynt. Heildarsalan nam
103 milljónum Bandaríkjadala samanborið við 105 milljónir dala á öðrum
ársfjórðungi 2011. Söluvöxtur í spelkum og stuðningsvörum var ágætur eða 4%,
mælt í staðbundinni mynt. Söluvöxtur í stoðtækjum var flatur eða 1%, mælt í
staðbundinni mynt.

Arðsemi - Hagnaður nam 10 milljónum dala eða 10% af sölu. EBITDA nam 19
milljónum Bandaríkjadala eða 19% af sölu og framlegð nam 64 milljónum dala eða
62% af sölu.

Jón Sigurðsson, forstjóri:"Það gleður okkur að geta sagt frá því að SYMBIONIC LEG, sem var kynntur á
síðasta ári, er nú til sölu á öllum helstu mörkuðum. Vel tókst til við
markaðssetninguna og viðbrögð notenda hafa verið mjög jákvæð. Söluvöxtur á öðrum
ársfjórðungi var ágætur. Slök sala á stoðtækjum í Bandaríkjunum hefur áhrif á
heildarsöluna, en aukið eftirlit frá endurgreiðsluaðilum hefur gert það að
verkum að viðskiptavinir eru varkárir. Sala á öðrum mörkuðum var góð,
sérstaklega sala á stoðtækum í Evrópu og sala í Asíu var heilt yfir mjög góð."

Markaðssetning á SYMBIONIC LEG -  SYMBIONIC LEG, sem er nýjasta viðbótin í
Bionic vörulínu Össurar, er nú til sölu á öllum helstu mörkuðum. SYMBIONIC LEG
sameinar þekkta getu RHEO KNEE og PROPRIO FOOT í eina heildstæða lausn sem
veitir einstaka virkni fyrir þá sem eru aflimaðir fyrir ofan hné. Þessi
byltingarkennda vara er sú fyrsta sinnar tegundar í heiminum.

Oscar Pistorius valinn í frjálsíþróttalið Suður-Afríku - Suður-afríski
hlauparinn Oscar Pistorius er fyrsti aflimaði hlauparinn til þess að vera valin
í landslið ófatlaðra til að keppa á meðal þeirra bestu. Oscar, sem hefur verið
kallaður "the Blade Runner", notar Cheetah hlaupafætur frá Össuri, en hann mun
keppa fyrir hönd Suður- Afríku í 400 metra hlaupi einstaklinga og 4x400 metra
boðhlaupi.

Alþjóðleg markaðsdeild - Til þess að auka samkeppnishæfni Össurar í breyttu
markaðsumhverfi hefur aukin áhersla verið lögð á markvissari markaðssetningu á
virkni lausna Össurar. Til þess að ná þessu fram og bæta upplifun viðskiptavina
Össurar hefur nýrri alþjóðlegri markaðsdeild verið komið á fót sem mun starfa
þvert á deildir og lönd.

Áætlun 2012 - Áætlun fyrir árið 2012 gerir ráð fyrir innri söluvexti á bilinu
4-6%, mælt í staðbundinni mynt, og EBITDA á bilinu 20-21% af veltu, leiðrétt
fyrir einskiptistekjum og -kostnaði. Vegna markaðsaðstæðna á stoðtækjamarkaði í
Bandaríkjunum og minni sölu á því svæði gera stjórnendur hins vegar ráð fyrir
því að niðurstöður ársins 2012 verði í lægri mörkum áætlunarinnar, bæði varðandi
sölu og EBITDA.



Símafundur á morgun, fimmtudaginn 26. júlí, kl. 10:00

Á morgun, fimmtudaginn 26. júlí, verður haldinn símafundur þar sem farið verður
yfir niðurstöður ársfjórðungsins. Fundurinn hefst kl. 10:00 GMT / 12:00 CET.  Á
fundinum munu þeir Jón Sigurðsson, forstjóri, og Hjörleifur Pálsson,
fjármálastjóri, kynna afkomu félagsins og svara spurningum. Fundurinn fer fram á
ensku og verður hægt að fylgjast með honum á netinu á slóðinni
www.ossur.com/investors



Símanúmer til að taka þátt í fundinum eru:
Evrópa: + 44 (0) 20 3043 2436 eða
+46(0)8 505 598 53
Bandaríkin: +1 866 458 40 87
Ísland: 800 8660

Nánari upplýsingar:

 Jón Sigurðsson, forstjóri                sími: 515-1300

 Hjörleifur Pálsson, fjármálastjóri       sími: 515-1300

 Sigurborg Arnarsdóttir, fjárfestatengill sími: 664-1044



Vinsamlega athugið að þetta yfirlit nær aðeins yfir helstu þætti uppgjörsins.
Tilkynningu í fullri lengd á ensku er að finna á www.ossur.com/investors


[HUG#1629296]