2017-05-02 11:00:01 CEST

2017-05-02 11:00:01 CEST


REGULATED INFORMATION

Islandic
Sjóvá-Almennar tryggingar hf - Breytingar á eigin hlutum félags

Reglubundin tilkynning Sjóvá um kaup á eigin bréfum í samræmi við endurkaupaáætlun



Í viku 17 keypti Sjóvá-Almennar tryggingar hf. (Sjóvá) 2.019.066 eigin hluti að
kaupverði 38.159.394 kr. eins og nánar er greint frá hér á eftir: 

Dagsetning      Tími  Keyptir hlutir  Viðskiptaverð (gengi)  Kaupverð (kr.)
---------------------------------------------------------------------------
---------------------------------------------------------------------------
 25.4.2017  12:47:07          19.066                  18,85         359.394
 26.4.2017  11:20:50       1.000.000                  18,80      18.800.000
---------------------------------------------------------------------------
 27.4.2017  14:33:39       1.000.000                  19,00      19.000.000
---------------------------------------------------------------------------
---------------------------------------------------------------------------
   Samtals                 2.019.066                             38.159.394
                                                                           

Er hér um að ræða kaup félagsins á eigin hlutum í samræmi við endurkaupaáætlun
félagsins sem tilkynnt var um í Kauphöll þann 21. mars 2017. 

Sjóvá átti 86.775.220 eigin hluti fyrir viðskiptin og eiga að þeim loknum
88.794.286 eigin hluti eða sem nemur 5,68% af útgefnum hlutum í félaginu. 

Á aðalfundi Sjóvá þann 17. mars 2017, var samþykkt að hlutafé félagsins yrði
lækkað um 72.190.770 kr. að nafnverði til jöfnunar eigin hluta á grundvelli
ákvæði laga nr. 2/1995, um hlutafélög. Hlutafé Sjóvá mun þar með lækka úr
1.562.436.767 kr. að nafnverði í 1.490.245.997 kr. að nafnverði. Fyrirhuguð
hlutafjárlækkun verður framkvæmd þegar lögboðin skilyrði fyrir lækkuninni hafa
verið uppfyllt, svo sem að fyrir liggi heimild Fyrirtækjaskrár og
Fjármálaeftirlitsins. 

Að teknu tilliti til fyrirhugaðrar hlutafjárlækkunar átti Sjóvá 14.584.450
eigin hluti fyrir viðskiptin og eiga að þeim loknum 16.603.516 eigin hluti eða
sem nemur 1,11% af útgefnum hlutum í félaginu. 

Sjóvá hefur keypt samtals 8.521.984 eigin hluti samkvæmt áætluninni eða sem
nemur 0,57% af útgefnum hlutum í félaginu, að teknu tilliti til fyrrgreindrar
hlutafjárlækkunar og nemur heildarkaupverð þeirra 155.378.313 kr. Endurkaup
samkvæmt áætluninni munu nema að hámarki 140.943.067 hlutum eða sem nemur 9,46%
af útgefnum hlutum í félaginu miðað við fjölda hluta í Sjóvá að teknu tilliti
til fyrrgreindar hlutafjárlækkunar. Heildarkaupverð má þó ekki vera hærra en
2.500.000.000 kr. Endurkaupaáætlunin er í gildi fram að aðalfundi félagsins
2018, en þó aldrei lengur en til 15. mars 2018, nema skilyrði um hámarkskaup
verði uppfyllt fyrir þann tíma. 

Framkvæmd endurkaupaáætlunarinnar er í samræmi við VIII. kafla laga um
hlutafélög nr. 2/1995 og viðauka við reglugerð um innherjaupplýsingar og
markaðssvik nr. 630/2005, sem ber heitið „Viðskipti með eigin bréf í
endurkaupaáætlunum og verðjöfnun fjármálagerninga.“ 

Nánari upplýsingar veitir:

Sigríður Vala Halldórsdóttir, fjárfestatengill, s. 440-2000 eða
fjarfestar@sjova.is