2017-08-28 17:59:15 CEST

2017-08-28 17:59:15 CEST


REGULATED INFORMATION

Islandic
Skeljungur hf. - Árshlutareikningur - 6 mán.

Skeljungur: Árshlutauppgjör - annar ársfjórðungur 2017


Hagnaður eykst um 12,9% á öðrum ársfjórðungi, samanborið við sama tímabil árið
2016.


Helstu niðurstöður annars ársfjórðungs 2017
  * Hagnaður á hlut var 0,22 en var 0,17 á sama tímabili í fyrra.
  * Framlegð nam 1.945 m.kr. og lækkar um 4,4% frá öðrum ársfjórðungi 2016.
  * Rekstrarkostnaður lækkar um 149 m.kr. milli ára eða um 12%
  * EBITDA hagnaður nam 876 m.kr. sem er 4,7% aukning frá sama tímabili ársins
    2016.
  * EBITDA framlegð var 45,0% miðað við 41,1% á sama tímabili í fyrra.
  * Hagnaður eftir skatta nam 473 m.kr. samanborið við 418 m.kr. sem er 12,9%
    aukning á milli ára.
  * Eigið fé þann 30.6. nam 7.781 m.kr. og eiginfjárhlutfall var 37,2% í
    ársfjórðungslok.
  * Meðalgengi dönsku krónunnar var 15,5 íslenskar krónur, sem er 17,5% lækkun
    frá sama tímabili árið 2016.

Helstu niðurstöður fyrri árshelmings 2017
  * Hagnaður á hlut var 0,34 en var 0,23 á sama tímabili í fyrra.
  * EBITDA hagnaður nam 1.503 m.kr. sem er 5,3% aukning frá fyrri helmingi
    ársins 2016.
  * EBITDA framlegð var 41,7% miðað við 38,7% á sama tímabili í fyrra.
  * Rekstrarkostnaðarhlutfall var 59,7% samanborið við 63,2%.
  * Hagnaður tímabilsins 728 m.kr. og eykst um 10,4% á milli ára.
  * Uppreiknuð arðsemi eigin fjár á ársgrundvelli var 20,5% samanborið við
    17,7% yfir sama tímabil árið 2016.
  * Meðalgengi dönsku krónunnar var 15,8 íslenskar krónur, sem er 16,5% lækkun
    frá sama tímabili árið 2016.

Lykiltölur
                               Q2 2017 Q2 2016  Var% 1H 2017 1H 2016  Var%
--------------------------------------------------------------------------
 Framlegð                        1.945   2.034 -4,4%   3.605   3.684 -2,1%

 EBITDA                            876     837  4,7%   1.503   1.427  5,3%

 EBIT                              687     666  3,2%   1.124   1.078  4,3%

 Hagnaður                          473     418 12,9%     728     659 10,4%



 Launakostn./framlegð            26,7%   27,5%         27,6%   29,0%

 Sölu og dreif.kostn./framlegð   22,1%   25,3%         24,1%   26,0%

 Rekstrarkostnaður/framlegð      56,3%   61,2%         59,7%   63,2%

 Arðsemi eigin fjár                                    20,5%   17,7%





Horfur fyrir árið 2017
Í  afkomuspá félagsins  er gert  ráð fyrir  stöðugu gengi  gjaldmiðla og stöðugu
olíuverði.  Breytingar  á  gengi  íslensku  krónunnar  munu  áfram  hafa áhrif á
rekstrarniðurstöður  félagsins,  sér  í  lagi  gagnvart  dönsku  krónunni, vegna
erlends hluta starfseminnar.

Áður  birt áætlun gerði ráð fyrir að  EBITDA ársins yrði á bilinu 2.400-2.700 og
að  fjárfestingar yrðu  á bilinu  750-850 m.kr. Þar  sem afkoma  félagsins hefur
verið  góð það sem af er ári og þar  sem lengra er liðið á árið þá hefur félagið
ákveðið  að  breyta  afkomuspánni  í  EBITDA 2.550 - 2.750 m.kr. Ekki eru gerðar
neinar breytingar á áætlunum um fjárfestingar ársins og bilið því áfram 750-850
m.kr.



Árshlutareikningur annars ársfjórðungs 2017
Árshlutareikningur  Skeljungs hf. fyrir annan ársfjórðung 2017 var samþykktur af
stjórn og forstjóra félagsins á stjórnarfundi þann 28. ágúst 2017.

Árshlutareikningurinn  hefur að geyma samstæðureikning félagsins og dótturfélaga
þess og er gerður í samræmi við alþjóðlega reikningsskilastaðla (IFRS).

Árshlutareikningurinn hefur verið kannaður af endurskoðendum félagsins.



Valgeir M. Baldursson, forstjóri Skeljungs:
"Annar  fjórðungur  ársins  var  róstusamur,  með  kraftmikilli innkomu Costco á
markaðinn,  samrunaþreifingum markaðsaðila og töluverðum sveiflum á olíuverði og
íslensku  krónunni.  Áframhaldandi  aukning  hefur  verið  í seldum lítrum og er
niðurstaða  árfjórðungsins góð. Báðar  rekstrareiningar eru að  bæta sig á milli
tímabila  en  styrking  íslensku  krónunnar  hefur  áhrif  á  færeyska hlutanum.
Endurfjármögnunin, sem lauk í lok fyrsta ársfjórðungs, skilar sér í umtalsverðri
lækkun  vaxtakostnaðar á fjórðungnum, auk þess sem rekstrarkostnaður félagins er
að lækka þrátt fyrir kjarasamningshækkanir sem og almennar kostnaðarhækkanir."



Kynningarfundur
Opinn  kynningarfundur vegna annars árshlutauppgjörs  félagsins verður haldinn á
Nordica  Hilton Reykjavík,  fundarsal D,  þriðjudaginn 29. ágúst 2017. Fundurinn
hefst  kl. 08:30 en boðið verður upp á  léttar veitingar frá kl. 08:15. Þar munu
stjórnendur félagsins fara yfir uppgjör og horfur.

Allt  efni fundarins verður  gert aðgengilegt fjárfestum  á heimasíðu Skeljungs,
www.skeljungur.is/fjarfestar, sem og á fréttasíðu Nasdaq Iceland.








Fjárhagsdagatal 2017
Uppgjör 3F 2017 - 30. október 2017

                                Nánari upplýsingar veitir Valgeir M. Baldursson,
forstjóri, s: 840-3022, tölvupóstfang: fjarfestar@skeljungur.is.








[]