2015-10-28 17:59:05 CET

2015-10-28 18:00:06 CET


REGULATED INFORMATION

Islandic
Nýherji hf. - Ársreikningur

Tekjur Nýherja aukast um 17% á fyrstu níu mánuðum ársins


Nýherji hagnast um 193 mkr á fyrstu níu mánuðum ársins og öll félög
samstæðunnar skila hagnaði 

Helstu upplýsingar:

  -- Vöru- og þjónustusala á F3 nam 3.019 mkr (18,6% tekjuvöxtur samanborið við
     F3 2014) og 9.669 mkr á fyrstu níu mánuðum ársins (17,1 % tekjuvöxtur
     samanborið við fyrstu níu mánuði 2014)  [F3: 2014:2.545 mkr]
  -- Framlegð nam 828 mkr (27,4%) í F3 og 2.465 mkr (25,5%) á fyrstu níu mánuðum
     ársins [F3 2014: 669 mkr (26,3%), fyrstu níu mánuðir 2014 2.171 mkr
     (26,3%)]
  -- Heildarhagnaður í F3 nam 82 mkr og 193 mkr á fyrstu níu mánuðum árins [F3
     2014: 12 mkr, fyrstu níu mánuðir 2014: 137 mkr]
  -- EBITDA nam 240 mkr (8%) í F3 og 693 (7,2%) á fyrstu níu mánuðum ársins [F3
     2014: 188 mkr (7,4%), fyrstu níu mánuðir 2014: 586 (7,1%)]
  -- Jákvæð rekstrarafkoma var hjá öllum félögum samstæðunnar á fyrstu níu
     mánuðum ársins.
  -- Nýherji flytur hýsingarþjónustu í gagnaver Verne Global





Finnur Oddsson, forstjóri:

„Rekstur Nýherja og dótturfélaga á þriðja ársfjórðungi og það sem af er ári
hefur gengið vel. Tekjur og afkoma eru umfram áætlanir og töluvert betri en í
fyrra. Við erum ánægð að sjá kraftmikinn tekjuvöxt á milli ára, sem hefur
þríþættar skýringar. Í fyrsta lagi er hann til marks um almennt aukin umsvif í
hagkerfinu. Í öðru lagi þá skilar nýtt og skilvirkara skipulag okkur tilætluðum
árangri. Í þriðja lagi þá er mikill áhugi erlendis á hugbúnaði sem dótturfélög
Nýherja hafa þróað undanfarin misseri, einkum tímaskráningarlausnum frá Tempo
og bankalausnum frá Applicon á Íslandi og í Svíþjóð. Öll félög samstæðunnar
skila ágætri afkomu og eru horfur í rekstri þeirra góðar.“ 





Nánari upplýsingar

Finnur Oddsson forstjóri í síma 862-0310 eða fo@nyherji.is og Gunnar Petersen
framkvæmdarstjóri fjármálasviðs í síma 825-9001 eða gp@nyherji.is.