2013-04-03 18:52:14 CEST

2013-04-03 18:53:16 CEST


REGULATED INFORMATION

Islandic
Fljótsdalshérað - Ársreikningur

Ársreikningur Fljótsdalshéraðs fyrir árið 2012


Ársreikningur Fljótsdalshéraðs fyrir árið 2012  var samþykktur  í bæjarráði
Fljótsdalshéraðs þann 3. apríl 2013 og verður síðar þann sama dag lagður fram
til fyrri umræðu í bæjarstjórn.   Samkvæmt sveitarstjórnalögum skal fjalla um
ársreikninginn á tveimur fundum í sveitarstjórn og er gert ráð fyrir seinni
umræðu í bæjarstjórn miðvikudaginn 17. apríl 2013. 

Helstu niðurstöður.

  -- Rekstrarniðurstaða 
fyrir afskriftir, fjármagnsliði og tekjuskatt 
var jákvæð sem nam 749 millj.kr. á árinu 2012 og batnaði frá árinu 2011 um
     94 millj.kr. Fjárhagsáætlun ársins gerði ráð fyrir 741 millj.kr. afgangi.
  -- Að teknu tilliti til fjármagnsliða var rekstarafkoma Fljótsdalshéraðs á
     árinu 2012 neikvæð sem nam 27 millj.kr. en fjárhagsáætlun 2012 gerði ráð
     fyrir 10,5 millj.kr. rekstarafgangi. Skýrist verri afkoma af óhagsstæðri
     verðlags-, vaxta- og gengisþróun en fjármagnsgjöld námu samtals 512
     millj.kr.  Fjárhagsáætlun 2012 gerði ráð fyrir 466 millj.kr. í
     fjármagnsliði.
  -- Fræðslumál eru langstærsti málaflokkurinn en til hans runnu 1.265 millj.kr.
     á árinu 2012 eða 55% af skatttekjum.  Til félagsþjónustu var veitt 326
     millj.kr. og eru þar meðtalin málefni fatlaðs fólks sem sveitarfélagið
     sinnir frá og með árinu 2011.  Íþrótta- og æskulýðsmál eru þriðja stærsta
     verkefni sveitarfélagsins en til þeirra mála var varið um 205 millj.kr.
  -- Framlegð í rekstri sveitarfélagsins er vaxandi og nam 24,7% á árinu 2012
     sem skilar sér í aukinni fjármunamyndun og eykst veltufé frá rekstri um 140
     millj.kr. á milli ára. Veltufé frá rekstri nam 515 millj.kr. á árinu 2012
     skv. sjóðstreymisyfirliti en fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir 485 millj.kr.
  -- Í árslok  2012 nam veltufé frá rekstri umfram afborganir af
     langtímaskuldbindingum  109 millj.kr.  Áætlanir sveitarfélagsins fyrir
     tímabilið 2013-2016 gera svo ráð fyrir að þessi framlegðarauki haldist
     áfram og á árinu 2013 verði veltufé frá rekstri jákvætt um 496 millj.kr. á
     meðan afborganir af skuldbindingum nemi 423 millj.kr.  Rekstur
     Fljótsdalshéraðs er því, frá og með árinu 2012, farinn að standa ríflega
     undir greiðslubyrði lána og áætlað að sú þróun mun halda áfram skv.
     langtímaáætlun sveitarfélagsins.
  -- Skuldbindingar sveitarfélagsins lækka um 170 millj.kr. frá fyrra ári og
     nema 7.276 millj.kr. í árslok 2012.  Skuldahlutfall, þ.e. skuldbindingar í
     hlutfalli af tekjum A og B hluta, lækkar á milli ára og nam 240% í árslok
     2012 en var 256% í árslok 2011.
  -- Á árinu var gerður samningur við Velferðarráðuneytið vegna byggingar á nýju
     hjúkrunarheimili á Egilsstöðum og er áfallinn undirbúningskostnaður í
     árslok 2012 um 93,4 millj.kr.
  -- Fjárfestingar námu 225 millj.kr. á árinu 2012, þar af 81 millj.kr. í A
     hluta og 144 millj.kr. í B hluta.  Bygging hjúkrunarheimilis telst meðal
     fjárfestinga í B hluta.




Nánari upplýsingar veitir:  Björn Ingimarsson, bæjarstjóri Fljótsdalshéraðs.