2010-01-27 11:13:58 CET

2010-01-27 11:14:59 CET


REGULATED INFORMATION

Islandic
Sveitarfélagið Álftanes - Fyrirtækjafréttir

Tillögur bæjarstjórnar um fjárhagslegar aðgerðir


Sveitarfélagið Álftanes glímir við alvarlega fjárhagserfiðleika og gerði
bæjarstjórn Álftaness sérstakt samkomulag, dags. 17. desember 2010, við
Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga (EFS) um fjárhagslegar aðgerðir og
eftirlit. 

Í samkomulaginu kemur fram að með vísan til 2. mgr. 76. gr. sveitarstjórnarlaga
og með hliðsjón af tillögum nefndarinnar er sveitarfélaginu veittur frestur til
20.  janúar 2010, síðar framlengt til 27. janúar sama ár, til að koma fjármálum
sveitarfélagsins í viðunandi horf.

Samkomulaginu er ætlað að skapa bæjarstjórn svigrúm til að endurskipuleggja
fjárhag sveitarfélagsins og að lögð verði fram áætlun um að eigi síðar en á
árinu 2013 verði reksturinn hallalaus.

Á 79. fundi bæjarstjórnar Álftaness, 26. janúar 2010, voru samþykkt drög að
skýrslu um „Tillögur bæjarstjórnar um fjárhagslegar aðgerðir“ á grundvelli 2.
gr. samkomulags við EFS.

Skýrslan lýsir tillögum bæjarstjórnar um aðgerðir til að koma fjármálum
sveitarfélagsins í viðunandi horf. Tillögur um gerðir skiptast í þrjá megin
flokka, þ.e. aðgerðir í rekstri, aðgerðir gagnvart skuldum við lánastofnanir og
aðgerðum gagnvart skuldbindandi samningum. 

Við gerð rekstraráætlunar voru allir rekstrarliðir skoðaðir og leitast við að
ganga eins langt og hægt er í lækkun kostnaðar, þó þannig að ekki yrði gengið
of nærri grunnþjónustu sveitarfélagsins.

Skuldbindandi samningar voru skoðaðir og leitað leiða til þess að minnka eða
fella niður skuldbindingar sveitarfélagsins á grundvelli samninganna.
Farið ítarlega yfir skuldir sveitarfélagsins og gerðar eru tillögur um hvernig
mætti lágmarka greiðslubyrði allra þeirra lána sem hægt er að skuldbreyta.
Í skýrslunni eru ekki gerðar tillögur um að gengið verði til nauðasamninga sem
feli í sér niðurfellingu skulda hjá lánastofnunum.

Nefnd skýrsla verður aðgengileg á heimasíðu sveitarfélagsins www.alftanes.is frá
og með 27. janúar 2010.

Bæjarstjórinn á Álftanesi,
Pálmi Þór Másson