2008-06-10 16:36:21 CEST

2008-06-10 16:37:21 CEST


REGULATED INFORMATION

Islandic English
SPRON Verðbréf hf. - Fyrirtækjafréttir

Synjun FME hefur óveruleg áhrif á eiginfjárstöðu Spron


Spron sendir frá sér eftirfarandi yfirlýsingu vegna synjunar
Fjármálaeftirlitsins (FME) á virkum eignarhlut Sparisjóðs Mýrarsýslu (SPM) í
Icebank.  Vegna niðurstöðu FME ganga kaup SPM á 3% eignarhlut til baka til
seljanda, Spron og Byrs sparisjóðs. Hlutur SPRON í sölunni var 1,17%
eignarhlutur í Icebank. 

Þetta hefur óveruleg áhrif á eiginfjárstöðu Spron  þar sem hluturinn í Icebank
var dreginn frá eiginfjárstofni í uppgjöri fyrsta ársfjórðungs 2008 en ekki
færður sem krafa á SPM. Vegna þessa hefur Spron gjaldfært 214m.kr.
Eiginfjárhlutfall CAD breytist óverulega eða um 0,01%. 

Frekari upplýsingar veitir,
Valgeir M. Baldursson 
Framkvæmdarstjóri Fjárhagssviðs
valgeirmb@spron
s: 5501200