2013-08-30 21:16:08 CEST

2013-08-30 21:17:09 CEST


REGULATED INFORMATION

Islandic English
Eyrir Invest hf. - Ársreikningur

Eyrir Invest hf. Reikningsskil


Eyrir Invest kynnir afkomu H1 2013



  -- Afkoma á fyrri árshelmingi 2013 var neikvæð um 25,4 milljónir evra til
     samanburðar við 18,3 milljóna evra hagnað á fyrri hluta árs 2012
  -- Heildareignir eru 355 milljónir evra, eigið fé er 162 m evra sem samsvarar
     46% eiginfjárhlutfalli
  -- Eyrir Invest tryggði í byrjun árs langtímafjármögnun á meginhluta
     skuldbindinga
  -- Sjóður og innstæður nema 29 m evra sem er ætlað að mæta skemmri tíma
     skuldbindingum.   Óskað hefur verið eftir heimild Seðlabanka til að flýta
     uppgreiðslu erlends láns fyrir lokagjalddaga sem er í desember.   Samhliða
     þeirri uppgreiðslu hyggst Eyrir Invest greiða upp skráð skuldabréf.
  -- Kjarnaeignir Eyris eru með tryggða langtímafjármögnun, með x2-4
     nettóskuldir á móti EBITDA.

Kjölfestueignir Eyris eru 29% hlutur í Marel og 17% hlutur í Stork TS og Fokker
Technologies. Að auki fjárfestir Eyrir í spennandi sprotafyrirtækjum og styður
þau til vaxtar í gegnum fjárfestingarfélagið Eyrir sprotar slhf. 

Fokker og Stork TS hafa verið rekin sem sjálfstæð félög frá upphafi þessa árs,
með aðskilin rekstur og sjálfstæða lengri tíma fjármögnun.  Marel er skráð á
verðbréfamarkaði og er fært á markaðsgengi í reikningi Eyris.  Fokker og Stork
TS eru færð í bækur Eyris á gangvirði (fair value). 

 Árni Oddur Þórðarson, forstjóri:

„Á sama tíma og við birtum óviðunandi rekstrarniðurstöðu á fyrri hluta árs,
erum við bjartsýn á góða virðisaukningu í eignasafni Eyris á komandi 2-3 árum. 
Okkar lykilfélög starfa öll á spennandi vaxtarmörkuðum og samkeppnisstaða
þeirra er sterk. 

Rekstarafkoma Eyris á fyrri hluta ársins, litast af lækkun á bókfærðu verði á
eignarhlut okkar í Stork TS.  Eignarhluturinn lækkar í verði vegna lækkun
rekstrarhagnaðar á fyrsta ársfjórðungi ársins. Merki um bata í rekstri eru nú
þegar sjáanleg.  Ný framkvæmdastjórn kom til starfa um mitt þetta ár og hefur
þegar hafið aðgerðaráætlun til að skerpa fókus, lækka kostnaðargrunn og auka
arðsemi í rekstri.  Samkeppnisstaða félagsins og viðskiptavinagrunnur er
sterkur sem endurspeglast í 6% innri vexti á fyrri hluta árs og góðri stöðu
pantanabókar. 

Fokker hefur vaxið mikið síðustu ár og gengur rekstur samkvæmt áætlun.  Eyrir
Invest er lengri tíma fjárfestir í Marel og bindur miklar vonir við góða
virðisaukningu á næstu árum.“ 

Sjá töflu í viðhengi.

Í febrúar jók Eyrir eigið fé með útgáfu B-hlutabréfa fyrir 16 milljónir evra. 
Kaupendur voru lífeyrissjóðir og fagfjárfestar. Í ársbyrjun 2013 tilkynnti
Eyrir um samkomulag við viðskiptabanka sína um framlengingu á meginhluta af
fjármögnun félagsins til 2015-2018. 

Eyrir Invest hefur skilað góðri ávöxtun til hluthafa frá stofnun félagsins á
miðju ári 2000 og reiknast innra virði hlutabréfa 14,5 evrusent á hlut um mitt
ár 2013 á móti stofnverði sem var 1,4 evrusent á hlut. Hlutabréfaverð mælt í
evrum hefur á sama tímabili lækkað að meðaltali um 2% árlega á heimsvísu sem
jafngildir 24% heildarlækkun á tímabilinu (MSCI World Index). 

Horfur

Horft fram á veginn er búist við góðum vexti og virðisaukningu í þeim
atvinnugreinum sem Eyrir Invest er fjárfestir í; matvæla-, orku- og flugiðnaði.
Á síðastliðnum árum hafa lykilfélög Eyris stöðugt styrkt markaðsstöðu sína og
eru vel í stakk búin til að njóta góðs af efnahagsbata á heimsvísu.  Afkoma
getur verið breytileg frá ári til árs. 



Reykjavík, 30. ágúst 2013

Frekari upplýsingar veitir:

Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Eyris Invest

Sími: 525-0200

www.eyrir.is



Um Eyrir Invest

Eyrir er alþjóðlegt fjárfestingarfélag sem leggur ríka áherslu á virka þátttöku
í rekstri og stefnumörkun lykileigna sinna. Kjölfestueignir Eyris eru 29%
hlutur í Marel og 17% hlutur í iðnfyrirtækjunum Stork TS og Fokker. Að auki
fjárfestir Eyrir í spennandi sprotum og styður þá til vaxtar í gegnum
fjárfestingarfélagið Eyrir sprotar. „Kaupa og styðja til vaxtar“ stefna Eyris
hefur skilað góðri ávöxtun frá stofnun félagsins um mitt ár 2000. 



Athygli fjárfesta er vakin á eftirfarandi

Sumar staðhæfingar í þessari fréttatilkynningu kunna að vera byggðar á mati og
áætlunum stjórnenda félagsins en ekki á staðreyndum sem hægt er að sannreyna
við birtingu hennar. Í eðli sínu fela slíkar staðhæfingar því í sér óvissu. Við
vekjum þess vegna athygli fjárfesta á því að margir þættir geta haft þau áhrif
að rekstrarumhverfi og afkoma verði með öðrum hætti en forsendur gera ráð fyrir
í þessari tilkynningu. Tilkynningin verður ekki endurskoðuð eftir birtingu hvað
þetta varðar.