2012-08-24 15:44:08 CEST

2012-08-24 15:45:10 CEST


REGULATED INFORMATION

Islandic English
Landsvirkjun - Ársreikningur

6 mánaða uppgjör Landsvirkjunar fyrir árið 2012


Viðunandi afkoma í ljósi alþjóðlegs efnahagsástands - 
Skuldir fara áfram lækkandi

Helstu atriði árshlutareiknings

Rekstrartekjur námu 202,9 milljónum USD (24,8 ma.kr.) sem er 6,9% lækkun frá
sama tímabili árið áður.1 


  -- EBITDA nam 163,2 milljónum USD (19,9 ma.kr.). EBITDA hlutfall er 80,4% af
     tekjum, en var 82,3% á sama tímabili í fyrra.
  -- Hagnaður fyrir óinnleysta fjármagnsliði nam 46,9 milljónum USD (5,7
     ma.kr.), en var 50,5 milljónir USD á sama tímabili árið áður.
  -- Handbært fé frá rekstri nam 118,1 milljónum USD (14,4 ma.kr.) sem er 11%
     lækkun frá sama tímabili árið áður.
  -- Nettó skuldir lækkuðu á tímabilinu um 74 milljónir USD (9 ma.kr.) og voru í
     lok júní 2.429 milljónir USD (296,3 ma.kr).



Hörður Arnarson, forstjóri:

 „Rekstur Landsvirkjunar á fyrri hluta ársins hefur gengið vel, skrifað var
undir raforkusamninga við tvo nýja viðskiptavini, raforkuvinnslan gekk vel og
framkvæmdir við Búðarhálsvirkjun eru að mestu leyti á áætlun. 



Afkoma fyrri hluta ársins er vel viðunandi í ljósi efnahagsástands í heiminum.
Tekjur dragast saman um 6,9% sem að hluta má rekja til lækkandi álverðs og
áhrifa þess á samningsbundið raforkuverð. Innleystar áhættuvarnir tengdar
álverði höfðu jákvæð áhrif á tímabilið og við þessar aðstæður njótum við góðs
af því að endursamið var við Rio Tinto Alcan um hærra raforkuverð sem ekki var
tengt álverði. 



Nettó skuldir fyrirtækisins halda áfram að lækka, nú um 74 milljónir USD þrátt
fyrir að fyrirtækið hafi bæði greitt arð og aukið fjárfestingar frá fyrra ári.
Mjög mikilvægt er að áfram verði lögð áhersla á lækkun skulda vegna mikillar
skuldsetningar fyrirtækisins.“ 



Rekstraryfirlit

Raforkuvinnsla og afhending gekk vel á fyrri hluta ársins 2012. Tiltæki
aflstöðva fyrirtækisins var 99,8% á tímabilinu að undanskildu skipulögðu
viðhaldi. Raforkuvinnslan nam 6.096 GWst í samanburði við 6.268 GWst á fyrri
hluta ársins 2011.  ­Horfur í orkubúskap eru góðar fyrir árið í heild. 

Öryggi er lykilatriði í rekstri orkufyrirtækja. Ánægjulegur árangur náðist þann
30. júlí síðastliðinn en þá var liðið eitt ár frá því að fjarvistarslys var
skráð hjá Landsvirkjun. 



Lykiltölur úr rekstri: Sjá viðhemgi.





Nánari upplýsingar veitir:

Rafnar Lárusson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs

s. 515 9000