2015-12-22 15:36:46 CET

2015-12-22 15:36:46 CET


REGLAMENTUOJAMA INFORMACIJA

Islandų
Nýherji hf. - Fyrirtækjafréttir

Nýherji hf. 20 stærstu hluthafar


Listi yfir 20 stærstu hluthafa Nýherja hf. í lok dags 21. desember 2015 er
eftirfarandi að loknu uppgjöri á nýafstöðnu hlutafjárútboði. Heildarstærð
útboðsins nam 9,76% af útgefnu hlutafé í félaginu eða 40 milljónum hlutum. 
Útgefið hlutafé í dag nemur 450 milljónum hlutum. 



    Hluthafi                         Fjöldi hluta  Hlutfall
-----------------------------------------------------------
 1  Vænting hf.                        67.980.832     15,1%
 2  Lífeyrissjóður verslunarmanna      46.119.303     10,2%
 3  Kvika banki hf.                    40.507.160      9,0%
 4  Stafir lífeyrissjóður              35.264.981      7,8%
 5  Fiskveiðahlutafélagið Venus hf.    26.778.483      6,0%
 6  Sjóvá-Almennar tryggingar hf.      20.671.781      4,6%
 7  Sameinaði lífeyrissjóðurinn        15.500.488      3,4%
 8  Íslandsbanki hf.                   14.045.314      3,1%
 9  P 126 ehf.                         13.737.586      3,1%
10  Vátryggingafélag Íslands hf.       12.493.049      2,8%
11  A.C.S safnreikningur I             11.807.626      2,6%
12  Landsbankinn hf.                   10.904.870      2,4%
13  Benedikt Sveinsson                 10.798.860      2,4%
14  HEF kapital ehf                    10.546.500      2,3%
15  Danske Bank A/S                     8.627.751      1,9%
16  GBV 17 ehf.                         8.117.159      1,8%
17  Arion banki hf.                     7.005.046      1,6%
18  Benedikt Jóhannesson                6.037.095      1,3%
19  Hólmur ehf                          5.066.480      1,1%
20  Lífsverk lífeyrissjóður             4.204.500      0,9%
-----------------------------------------------------------
    20 stærstu samtals                376.214.864     83,6%
    Aðrir hluthafar                    73.613.967     16,4%
    Eigin hlutir                          171.169      0,0%
-----------------------------------------------------------
    Útgefnir hlutir samtals           450.000.000    100,0%





NÝHERJI HF.

Nýherji hf. (NASDAQ OMX: NYHR.IC) er samstæða fyrirtækja í upplýsingatækni.
Nýherji er þjónustufyrirtæki og hlutverk þess felst í að aðstoða viðskiptavini
að ná enn betri árangri í sínum rekstri með aðstoð upplýsingatækni,
sérfræðiþekkingu starfsfólks og lipurri þjónustu. Hjá móðurfélaginu starfa 250
manns en hjá samstæðunni um 500. Dótturfélög Nýherja eru TM Software, TEMPO og
Applicon, á Íslandi og í Svíþjóð. Nýherji er skráð í Kauphöll Íslands. Nánari
upplýsingar er að finna á www.nyherji.is 



Nánari upplýsingar
Finnur Oddsson forstjóri í síma 862-0310 eða fo@nyherji.is og Gunnar Petersen
framkvæmdastjóri fjármálasviðs í síma 825-9001 eða gp@nyherji.is. 



Til athugunar fyrir fjárfesta:
Nýherji vekur athygli á því að staðhæfingar sem finna má í þessari
fréttatilkynningu kunna að vera byggðar á mati og áætlunum stjórnenda félagsins
en ekki á staðreyndum sem hægt er að sannreyna af birtingu tilkynningarinnar.
Eðli málsins samkvæmt fela slíkar staðhæfingar í sér óvissu. Athygli fjárfesta
er vakin á því að margir þættir geta haft þau áhrif að rekstrarumhverfi
félagsins og afkoma verði með öðrum hætti en forsendur gera ráð fyrir í
tilkynningunni. Þessi tilkynning verður ekki endurskoðuð eftir birtingu hvað
þetta varðar. Staðhæfingar sem finna má í þessari fréttatilkynningu gilda
eingöngu á því tímamarki þegar fréttatilkynningin er birt og takmarkast gildi
þeirra við það sem segir í fyrirvara þessum.